Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20060116 - 20060122, vika 03

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 248 skjálftar, 3 sprengingar og 4 líklegar sprengingar.

Suðurland

Þann 16. og 17. janúar var jarðskjálftahrina með upptök á Reykjaneshrygg, um 90 km suðvestur af Reykjanesi. Stærsti skjálftinn í þessari hrinu var að stærð 4.5 þann 17. janúar kl. 01.57.
Á Reykjanesskaganum mældust fáeinir skjálftar við Sandfell vestan við Núpshlíðarhálsinn. Einnig við Krýsuvik og Kleifarvatn
Á Mosfellsheiðinni mældust 4 skjálftar.
Á Suðurlandsundirlendi mældust skjálftar með upptök í Ölfusi, við Holta- og Hestvatnssprungurnar og við Haukadal á Rangárvöllum.

Norðurland

Skjálftahrina átti upptök í Tjörnesgrunni um 25 km norður af Tjörnesi. Hrinan stóð aðallega þann 19. janúar og stærsti skjálftinn að stærð 3.9 varð þann dag kl. 15.43. Í vikunni mældust alls 121 skjálftar í hrinunni.
Skjálftar mældust einnig við Eyjafjarðarál, fyrir mynni Eyjafjarðar, við Grímsey og Grímseyjarsund svo og á Skjálfanda.

Hálendið

Undir Mýrdalsjökli mældust 9 skjálftar. Einn skjálfti var með upptök við suðvesturbrún Kötluöskjunnar en allir hinir undir vestanverðum jöklinum (Goðabungu). Stærsti skjálftinn þar var 2.1 að stærð.
Undir Vatnajökli voru skjálftar með upptök norðaustur af Bárðarbungu, við Eystri-Skaftárketilinn og norðan við Grímsvötn.
Þrír ísskjálftar voru með upptök undir suðvestanverðum Skeiðarárjökli.
Fáeinir skjálftar voru við Öskju og Herðubreið og einn skjálfti við Herðubreiðarfjöll.
Þrír skjálftar voru undir Þórisjökli og einn undir Geitlandsjökli í Langjökli.

Gunnar B. Guðmundsson