150 jarðskjálftar voru staðsettir í þessari viku. Ennfremur
10 meintar sprengingar
og 6 atburðir af óþekktum uppruna.
Virkni var að mestu á hefðbundnum stöðum en hvað athyglisverðast er
að virkni í Vatnajökli er dreifð.
Suðurland
Á Reykjanesi og austur eftir Suðurlandi að Torfajökli
er virknin að mestu bundin við plötuskilin að undanskildum
nokkrum skjálftum í neðri hluta Ásahrepps. Minniháttar hrinur voru við
Fagradalsfjall og Hjalla og á Torfajökulssvæðinu.
Norðurland
Nokkur virkni var á þremur meginsprungum Tjörnesbrotabeltissins.
Hálendið
Skjálftar voru nokkuð dreifðir í norðanverðum Vatnajökli, frá
Kistufelli suðurundir Grímsfjall. Sömuleiðis var virkni á stóru svæði
frá sunnaverðum Dyngjufjöllum norður fyrir Herðubreið.