Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20060612 - 20060618, vika 24

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í viku 24, 2006, voru alls staðsettir 161 atburður. Vikan var fremur róleg utan tveggja smáskjálftahrina við Kleifarvatn á Reykjanesskaga. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,0 að stærð, um 9 km N af Flatey á Skjálfanda aðfaranótt 13. júní.

Suðurland

Dreifð smáskjálftavirkni; tíðindalaust.

Reykjanesskagi

Við sunnanvert Kleifarvatn urðu tvær smáskjálftahrinur, dagana 16. og 18. júní. Stærsti skjálftinn í þessum hrinum varð þann 16., 2,5 að stærð, og mældust þá 12 skjálftar. Öllu fleiri smáskjálftar mældust í hrinunni þann 18. (32 skjálftar) en sá stærsti var einungis 1,4 að stærð þá. Annars hefur jarðskjálftavirkni við Kleifarvatn verið með minna móti eftir að Suðurlandsskjálftarnir leystu spennu úr læðingi, sjá tímaþróun virkni síðan 1997.

Norðurland

Alls voru staðsettir 41 skjálfti á og úti fyrir Norðurlandi í vikunni. Nokkrir skjálftar urðu í hnapp N við Flatey og nokkrir í Axarfirði.

Hálendið

Einn skjálfti mældist norðan Langjökuls, fjórir í Bárðabungu (sá stærsti 2,5 að stærð), tveir í grennd við Kverkfjöll og einn í grennd við Skaftárkatla. Ísskjálftar mældust í Skeiðarárjökli í vikunni.

Mýrdalsjökull

5 skjálftar voru staðsettir vestan í Goðabungu, sá stærsti 2,2 að stærð.

Halldór Geirsson