| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20060904 - 20060910, vika 36
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 149 skjálftar, 8 sprengingar og 8 líklegar sprengingar.
Skjálftar við Djúpuvík á Ströndum
Seinni hluta vikunnar mældist skjálftahrina með upptök
við Djúpuvík við Reykjarfjörð á Ströndum.
Skjálftahrinan hófst seint að kvöldi
þann 7. september og hefur staðið fram yfir helgina.
Frá 7.-10. september mældust 16 skjálftar.
Stærsti skjálftinn í hrinunni varð föstudaginn 8. sept. kl. 09:42, 3.4 að stærð.
Engin vitneskja er um að skjálftarnir hafi fundist.
Þeir fundust ekki á Hótel Djúpavík og ekki á Litlu-Ávík á Ströndum.
Þetta eru innflekaskjálftar. Upptök þeirra eru við gamla útbrunna
megineldstöð sem nær frá Reykjarfirði og norður í Ófeigsfjörð.
Upptök skjálftanna staðsetjast á talsvert miklu dýpi (~15 km) en
skekkjumörk eru mikil þar sem næsta jarðskjálftamælistöð (SIL) er
í um 70 km fjarlægð (Hraun á Skaga).
Suðurland
Á Hengilssvæðinu mældust fáeinir smáskjálftar við Ölkelduháls.
Á Suðurlandsundirlendinu voru skjálftar með upptök í Ölfusinu, við Hestvatn,
í Holtum og í Landssveit. Þeir voru allir minni en 1 að stærð
Reykjanesskagi
Á Reykjanesskaganum mældust fáeinir smáskjálftar með upptök við
Eldvörp, við Fagradalsfjall, við Kleifarvatn og við Bláfjöll. Þeir voru
allir minni en 1.3 að stærð.
Norðurland
Í byrjun vikunnar mældust 2 innflekaskjálftar með upptök
í Vopnafjarðargrunni, um 95 km norðaustur af Vopnafirði. Fyrri skjálftinn
varð þann 4.9. kl. 11:49, 2.4 að stærð og sá seinni þann 5.9. kl. 06:57, 2.7 að stærð.
Úti fyrir Norðurlandi mældust skjálftar í Eyjafjarðarál og austan við Grímsey.
Stærsti skjálftinn var í Eyjafjarðarál þann 5.9. kl. 06:37, 1.9 að stærð.
Hálendið
Undir Vatnajökli mældust skjálftar við Bárðarbungu, við Lokahrygg, við Kverkfjöll
og undir Brúarjökli. Stærsti skjálftinn var við Bárðarbungu þann 8.9. kl. 08:03 með stærð 2.
Þrír ísskjálftar mældust í Skeiðarárjökli þann 8. september.
Á Torfajökulssvæðinu mældust 3 skjálftar dagana 6. og 7 september. Stærstur þeirra
var 1.5 að stærð þann 7.9. kl. 17:56.
Einn smáskjálfti var við Herðubreið þann 10.9. kl. 18:31 með stærðina 0.9.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 29 skjálftar. Þeir áttu allir upptök undir
vestanverðum jöklinum, Goðabungu. Af þessum 29 skjálftum voru 6 skjálftar stærri en 1.7.
Stærsti skjálftinn var þann 8.9. kl. 20:43 með stærð 2.4.
Einn smáskjálfti átti upptök við Steinsholt undir Eyjafjallajökli þann 5. september, kl. 06:02.
Þann 9. september kl. 11:22 varð skjálfti að stærð 1.1 með upptök í Eyjafjalladjúpi,
um 23 km suðvestur af Vík í Mýrdal.
Gunnar B. Guðmundsson