Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20060911 - 20060917, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 88 skjálftar, 8 sprengingar og 4 líklegar sprengingar.
Skjálfta hrinu, við Djúpuvík á Ströndum, lauk snemma í vikunni, en á mánudeginum voru 3 skjálftar stærri en 2.

Suðurland

Fáir skjálftar urðu á suðurlandi, en þó urðu 5 skjálftar um 0.5 á stærð við Bjólfell 15 km vestan Heklu.

Reykjanesskagi

Nokkrir skjálftar urðu í námundan við Kleifarvatn.

Norðurland

Skjálfti af stærð 1.5 varð milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar og annar svipaðrar stærðar út af Skagafirði.
Einn skjálfti mældist 250 km norður af Grímsey, sem mun hafa verið um 3 af stærð.

Hálendið

Einn skjálfti 2.3 varð norður af Herðubreið og sex skjálftar frá 1.4 til 2.3 urðu um 10 - 15 km vestur af Kollóttudyngju.

Mýrdalsjökull

Það urði 15 skjálftar í Mýrdalsjökli. Sá stærsti var 2.0, en hinir frá 0.11 til 1.18.

Helgi Gunnarsson