| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20070101 - 20070107, vika 01
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 105 skjálftar, 1 sprenging og 6 líklegar sprengingar.
Suðurland
Fáeinir smáskjálftar voru á Hengilssvæðinu og á
Suðurlandsundirlendinu í Ölfusinu, við Hestvatnssprunguna,
í Holtum og á Rangárvöllum.
Reykjanesskagi
Þann 4. janúar kl. 01.09 var skjálfti að stærð 2.8 (Mlw) með
upptök rétt norðan við Grindavík. Aðrir 3 minni skjálftar áttu
upptök á sömu slóðum sama dag.
Smáskjálftar voru við Krísuvík.
Norðurland
Lítil skjálftavirkni var á Norðurlandi. Alls mældust
23 skjálftar þar í vikunni. Sá stærsti var 1.8 að stærð
með upptök um 29 km norður af Grímsey.
Hálendið
Undir Vatnajökli mældust 9 skjálftar. Flestir þeirra voru með
upptök undir norðvestanverðum jöklinum. Særsti skjálftinn
að stærð 2.1 var þar þann 5. janúar kl. 13:17.
Einn skjálfti var með upptök við Esjufjöll þann 5. janúar kl. 05.07,
1.5 að stærð.
Við Herðubreið mældust 9 skjálftar, bæði sunnan og norðan við fjallið.
Einn skjálfti að stærð 1.5 var sunnan við Herðubreiðartögl
þann 3. janúar kl. 23.42 og mælist hann á um 24 km dýpi.
Einn skjálfti að stærð 1.1 mældist við Gljúfurleit við Þjórsá
þann 3. janúar kl. 13.54.
Einn skjálfti mældist við Torfajökul þann 6. janúar kl. 05.54 og
annar skjálfti mældist um 10 km norvestan við Tindfjöll.
Báðir skjálftarnir voru tæplega 1 að stærð.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 20 skjálftar og voru upptök
allra skjálftanna undir vestanverðum jöklinum, við Goðabungu.
Stærsti skjálftinn varð þann 6. janúar kl. 11:39 með stærðina 2.2.
Austfirðir
Þann 2. janúar kl. 23.16 mældist skjálfti að stærð 2.3 með upptök
um 67 km austur af Glettinganesi.
Gunnar B. Guðmundsson