| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20070409 - 20070415, vika 15

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Það voru 607 jarðskjálftar staðsettir í viku 15. Um 47% þeirra urðu á Reykjanesshryggnum og 42% í Öxarfirði. Skjálftarnir sem mældust voru frá -0,3 til 4,6 á Richterkvarða. Sá stærsti varð kl. 04:54:40, þann 10. apríl á Reykjanesshryggnum, um 35 km suðvestur af Reykjanesskaga. Að auki mældust 11 sprengingar við hin ýmsu vinnusvæði um allt land. Til að sjá línurit af jarðskjálftavirkninni í viku 15, smellið hér.
Suðurland
Það mældust 10 jarðskjálftar á Suðurlandi og sá stærsti mældist 1,4 á Richterkvarða. Á Reykjanesshryggnum varð stór jarðskjálftahrina sem samanstóð af að minnsta kosti 292 skjálftum. Sá stærsti mældist 4,6 á Richtervarða. Á Reykjanesskaga urðu 11 skjálftar. Sá stærsti mældist 1,9 á Richtervarða. Á Hengilsvæðinu urðu 4 jarðskjálftar á bilinu -0,3 til -1,0 á Richterkvarða.
Norðurland
Frá 12. til 15. apríl mældust yfir 240 jarðskjálftar í stórri hrinu í Öxarfirði, um 8 km suður-vestur af Kópaskeri. Sá stærsti mældist 3,1 á Richtervarða.
Hálendið
Í viku 15 urðu 3 jarðskjálftar undir Vatnajökli og 3 ískjálftar undir Skeiðarárjökli.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli urðu 6 jarðskjálftar og sá stærsti mældist 2,4 á Richtervarða. Flestir skjálftarnir urðu við Goðabungu, rétt vestur af öskju Kötlu.
Matthew J. Roberts
Aðstoð veittu Þórunn Skaftadóttir og Bergþóra Þorbjarnardóttir