Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070423 - 20070429, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í viku 17 voru staðsettir 293 atburðir. Flestir skjálftanna mældust við sunnanverða Upptyppinga, en þeir voru allir minni en 1,3 að stærð. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,9 að stærð á Reykjaneshrygg.

Suðurland

Örfáir smáskjálftar mældust á Suðurlandi, sá stærsti 1,8 að stærð á Skeiðunum. Nokkrir atburðir mældust á Hellisheiði og geta þeir vel tengst borunarframkvæmdum á svæðinu. Annars tíðindalaust.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust örfáir smáskjálftar og tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Nokkur skjálftavirkni var úti fyrir Norðurlandi og má segja m.t.t. stærð skjálftanna að þar hafi mesta jarðskjálftavirknin verið í vikunni. Einnig mældust nokkrir smáskjálftar við Kröflu og Þeistareyki.

Hálendið

Allnokkur jarðskjálftavirkni var sunnan við Upptyppinga (líkt og í síðustu viku), og mældust þar 165 smáskjálftar, sá stærsti aðeins 1,3 að stærð. Þetta er nokkuð óvanalegur staður, auk þess sem dýpi skjálftanna var óvenju mikið eða um 16-20 km. Yfirleitt eru jarðskjálftar við Ísland á 6-12 km dýpi. Ekki er vitað hvað veldur jarðskjálftavirkninni við Upptyppinga en stungið hefur verið upp á kvikuhreyfingum, eða hliðrun milli sprungureina. Með tilkomu nýrra jarðskjálftastöðva á austurhálendinu á síðustu 2 árum hefur næmni kerfisins aukist til muna og víst er að hrinur sem þessar hefðu ekki mælst án þessara nýju stöðva. Hér má skoða tímaþróun skjálftavirkni við Upptyppinga síðustu 2 vikur.
Við Öskju og Herðubreið mældust nokkrir atburðir, allir smáir.
Undir Vatnajökli var boðið upp á "brot af því besta"; einn smáskjálfti (minni en 2) í helstu eldstöðvum Vatnajökuls.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli voru staðsettir 8 atburðir, flestir smáir en einn jarðskjálfti náði þó stærðinni 2,0.

Halldór Geirsson