Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070813 - 20070819, vika 33

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru greindir 367 skjálftar, auk þriggja atburða sem líklega eru sprengingar á virkjanasvæði við Eyjabakka. Stærstu skjálftarnir voru tæplega 3 að stærð.

Suðurland

Á Suðurlandsskjálftabeltinu voru staðsettir 6 skjálftar, allir nema einn á Hestvatnssprungunni. Aðfaranótt mánudags varð skjálfti undir austanverðum Ölkelduhálsi sem var stærri en 2. Alls mældust 11 skjálftar á þeim slóðum. Ennfremur mældust nokkrir skjálftar í Öflfusi, nærri Bjarnastöðum.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaganum austan Kleifarvatns mældust 21 skjálfti, flestir nærri Krísuvík. Stærsti skjálftinn var um 6 km vestan Grindavíkur.

Norðurland

Fyrir norðan land mældust 29 skjálftar, einn skjálfti mældist á Árskógsströnd og einn í Hörgárdal. Á fimmtudagskvöldið varð skjálfti 11 km norðnorðaustur frá Grímsey. Stærðin mældist 2.7. Þessi skjálfti fannst í Grímsey. Alls mældust 9 skjálftar á sömu slóðum.

Hálendið

Við Upptyppinga voru staðsettir 257 skjálftar, allir minni en 2 og á dýpi milli 15 og 18 km. Í byrjun vikunnar var lítil virkni við Upptyppinga og skjálftarnir flestir austan til á svæðinu, undir Kreppu. Eftir því sem leið á vikuna jókst virknin og skjálftarnir færðust vestar, og voru undir Upptyppingum í lok vikunnar. Annarsstaðar í Ódáðahrauni mældust 9 skjálftar. Við Kistufell í norðurjaðri Vatnajökuls mældust 3 skjálftar. Undir norðurbarmi Bárðarbunguöskjunnar mældust þrír skjálftar og undir Kverkfjöllum og Lokahrygg (Skaftárkötlum) mældust tveir skjálftar á hvorum stað.

Mýrdalsjökull

Tveir skjálftar urðu undir Eyjafjallajökli og 9 undir Mýrdalsjökli tveir þeirra voru sunnarlega í Kötluöskjunni en hinir nærri Goðabungu.

Einar Kjartansson