| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20070820 - 20070826, vika 34

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 246 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn varð undir Lokahrygg í Vatnajökli á fimmtudaginn, en hann mældist um 3,5 stig. Það var frekar rólegt við Upptyppinga, en þar mældust rúmlega 90 skjálftar.
Suðurland
Á Hengilssvæðinu og í Ölfusinu mældust yfir 20 skjálftar. Um 5 km suður af Hveragerði mældust 6 skjálftar á laugardagskvöldinu, þeir stærstu tæplega 2 stig. Nokkrir skjálftar mældust á Hestvatnssprungu, sá stærsti um 1,5 stig. Annars var virkni litil og dreifð á Suðurlandi.
Reykjanesskagi
Á Reykjanesskaga mældust 9 skjálftar, nokkuð dreifðir og litlir. Út á Reykjaneshrygg mældust tveir skjálftar.
Norðurland
Á sunnudag mældust yfir 20 skjálftar um 30 km norður af Siglufirði. Nokkur skjálftavirkni var einnig vestan við Flatey.
Hálendið
Miðað við síðustu vikur var frekar rólegt við Upptyppinga, en 92 skjálftar mældust á svæðinu. Virknin virðist hafa færst til austurs í vikunni.
Einhver virkni mældist einnig norður af Herðubreið og einn skjálfti austur af Öskju.
Undir Lokahrygg í Vatnajökli mældust 4 stakir skjálftar. Þeir voru á stærðarbilinu 2,0-3,5.
Einn skjálfti mældist sunnan við Grímsvötn og tveir við Kistufell.
Einn skjálfti mældist í Hofsjökli (2,5 stig) og einn sunnan í Þórisjökli (1,1 stig).
Mýrdalsjökull
Í vikunni mældust 23 skjálftar undir vestanverðum Mýrdalsjökli.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir