Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20070827 - 20070902, vika 35

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 246 skjálftar þessa vikuna. Stærsti skjálftinn var að stærð 3,2 með upptök um 310 km austur af landinu.

Suðurland

Á svæðinu frá Bláfjöllum austur í Landsveit mældust 12 skjálftar, sá stærst að stærð 1. Nokkrar sprengingar mældust í Holtunum og við Stokkseyri.

Reykjanesskagi

Á laugardagskvöldinu mældust 3 skjálftar um 45 km út af Reykjanestá, sá stærsti að stærð 2,6. Á Reykjanesskaga var virknin mest við Kleifarvatn, þar mældust 9 skjálftar í vikunni, en auk þess mældist 1 skjálfti við Fagradalsfjall.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 40 skjálftar. Um helmingurinn þeirra áttu upptök austan Grímseyjar og voru stærstu skjálftarnir að stærð 2,9.

Hálendið

Nokkrir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu og 2 skjálftar í Vatnafjöllum. Einn skjálfti mældist norður af Hveravöllum. Vatnajökull er heldur að lifna við núna þegar virkni virðist vera að fjara út við Upptyppinga. Skjálftar mældust við Grímsfjall, Hamarinn, Bárðarbungu, Kistufell og við Kverkfjöll. Í Brúarjökli mældust skjálftar, sem sennilega eru svokallaðir ísskjálftar. Við Upptyppinga mældust 100 skjálftar. Seinasta smáhrinan varð þar á föstudag, en þann dag mældust 20 skjálftar á svæðinu. Virknin þessa vikuna hefur öll verið norðaustan við fyrri virkni. Alls hafa nú mælst um 3300 skjálftar við Upptyppinga.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 49 skjálftar, þar af náðu 6 skjálftar stærðinni 2.

27. ágúst: Í dag mældust 49 skjálftar og 2 sprengingar. Við Upptyppinga mældust 18 skjálftar á stærðarbilinu 0 - 1,5. Í Vatnajökli mældust 2 skjálftar í Kverkfjöllum, auk skjálfta við Kistufell, Hamarinn og undir Grímsfjalli, nánar tiltekið undir Vestari Svíahnjúki. Eins mældist ísskjálfti í Brúarjökli. Undir Goðabungu í Mýrdalsjökli mældust 6 skjálftar, 1 skjálfti mældist í Vatnafjöllum og 1 við Torfajökul. Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 11 skjálftar, þar af 6 austan Grímseyjar.
28. ágúst: Í dag mældust 59 skjálftar, þar af 34 við Upptyppinga, og ein sprenging. Í Vatnajökli mældust skjálftar við Kistufell og í Dyngjujökli nálægt Kverkfjöllum. Einn smáskjálfti mældist norður af Tjörnesi. Undir Goðabungu í Mýrdalsjökli mældust 13 smáskjálftar og 2 skjálftar á Torfajöklulssvæðinu. Um miðjan daginn mældist skjálfti að stærð 3 um 310 km austur af landinu, beint norður af Færeyjum.
29. ágúst: Í dag mældust 29 skjálftar og 3 sprengingar. Aðeins mældust 12 skjálftar, á stærðarbilinu 0.3 - 1.2, við Upptyppinga. Undir Goðabungu mældust 7 skjálftar og 1 undir austanverðum Mýrdalsjökli.
30. ágúst: Í dag mældust 17 skjálftar og 3 sprengingar. Virknin við Upptyppinga er komin niður í 2 í dag. Í Vatnajökli mældust skjálftar við Hamarinn og í Bárðarbungu. Undir Goðabungu mældust 6 smáskjálftar.
31. ágúst: Í dag mældust 49 skjálftar og 1 sprenging. Við Upptyppinga mældust 20 skjálftar og 6 undir Goðabungu. Aftur mældist skjálfti unir Vatnafjöllum sunnan við Heklu. Austan Grímseyjar mældust 12 skjálftar og 4 til viðbótar í Tjörnesbrotabeltinu. Eins mældist skjálfti norðvestur af Hveravöllum.
1. september: Í dag mældust 25 skjálftar, þar af 10 við Upptyppinga. 3 skjálftar mældust út af Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg. Undir Goðabungu mældust 6 skjálftar.
2. september: Í dag mældust 19 skjálftar, þar af 4 við Upptyppinga. Norður af Siglufirði mældust 4 skjálftar og einn í Dyngjujökli við Kverkfjöll. Skjálfti mældist á Torfajökulssvæðinu og 3 undir Goðabungu.

Steinunn S. Jakobsdóttir