Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20071008 - 20071014, vika 41

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 86 atburðir, þar af voru 8 líklegar sprengingar, flestar á framkvæmdasvæði austan Snæfells, við Ufsarstíflu og Hraunaveitu. Stærsti jarðskjálftinn, 2,7 að stærð, varð klukkan 11:20 á miðvikudag, upptökin voru um 12 km norður af Kolbeinsey.

Suðurland

Engir virkni mældist á Suðurlandsundirlendinu framan af vikunni, en þegar leið á vikuna urði tveir litlir skjálftar á Hestvatnssprungunni, einn við Þjórsá og fjórir milli Bláfjalla og Hengils. Einn skjálfti mældist rétt sunnan við Þorlákshöfn.

Reykjanesskagi

Tveir jarðskjálftar mældust við Krísuvík, þrír skammt suður af Reykjanestá og einn suður af Geirfugladranga.

Norðurland

Tíu skjálftar voru staðsettir fyrir norðan land, flestir austan við Grímsey en 3 urðu nærri Gjögurtá og einn norðan við Kolbeinsey. Einn skjálfti mældist vestan Akureyrar og tveir við Þeistareyki.

Hálendið

Sex skjálftar mældust í Bárðarbungu, einn í Kverkfjöllum og einn við Grímsfjall. Einnig voru staðsettir fjórir ísskjálftar í Skeiðarárjökli. Einn skjálfti mældist á óvenjulegum stað undir Kollumúlaheiði á Lónsöræfum. Sex skjálftar mældust við Upptyppinga, flestir í byrjun vikunnar og fimm dreifðir skjálftar mældust á nágrenni við Herðubreið. Á laugardaginn mældust þrír skjálftar milli Dyngjufjalla og Herðubreiðartagla.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli og nágrenni voru staðsettir 21 skjálftar, flestir í nágrenni við Goðabungu en 4 skjálftar mældust í Kaldaklofsfjöllum austan Torfajökuls, einn skjálfti innan Kötluöskjunnar, einn í Þórsmörk og einn í Vatnafjöllum.

Einar Kjartansson