Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20071015 - 20071021, vika 42

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengill] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 307 jarðskjálftar auk fjögurra ætlaðra sprenginga. Fyrri hluti vikunnar var rólegur og mældust einungis 83 skjálftar. Frá föstudegi til sunnudagskvölds mældust hins vegar 224 skjálftar. Mest var virknin norðan Vatnajökuls. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,1 stig og varð þann 19. við Herðubreiðartögl.

Suðurland

Nokkrir litlir skjálftar mældust á Suðurlandi, á Hengilssvæðinu og í Ölfusi.

Reykjanesskagi

Tveir litlir skjálftar mældust við Fagradalsfjall og tveir á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Þrír litlir skjálftar mældust við Kaldbak og einn skammt frá Dalvík. Fimmtán skjálftar urðu úti fyrir Norðurlandi og var sá stærsti 2,5 stig og var hann út af Gjögurtá. Þrír urðu rúmlega 80km NNV af Grímsey og var stærð þeirra um og rétt yfir 3 stig.

Hálendið

Hrina hófst við Herðubreiðartögl á föstudaginn. Á sunnudagskvöld höfðu mælst þar um 130 skjálftar. Þann 19. varð skjálfti sem var 3,1 stig og annar þann 20. sem var 3,0 stig. Ríflega 60 skjálftar mældust austan Upptyppinga og voru þeir allir undir tveimur stigum. Í Vatnajökli mældust 14 skjálftar. Þar af einn í Skeiðarárjökli, níu undir Bárðarbungu, þrír í Kverkfjöllum og einn í Dyngjujökli. Stærsti skjálftinn var tæp 2 stig og varð í Bárðarbungu þann 15.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 40 skjálftar, flestir við Goðabungu og var sá stærsti 2,4 stig. Á Torfajökulssvæðinu mældust 14 litlir skjálftar.

Sigþrúður Ármannsdóttir