Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20071022 - 20071028, vika 43

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 317 jarðskjálftar. Skjálftahrina varð undir Ingólfsfjalli, og margir skjálftanna fundust á Selfossi. Skjálftavirkni hélt áfram við Upptyppinga og Herðubreiðartögl.

Suðurland

Helsta skjálftavirknin á Suðurlandi var hrinan suðaustan undir Ingólfsfjalli. Rúmlega 60 skjálftar mældust, langflestir dagana 25. og 26. október. Stærsti skjálftinn, sem var 3,2 stig, varð fimmtudaginn 25. október kl. 12:06. Margir skjálftanna fundust á Selfossi, en einnig barst tilkynning úr Árbæjarhverfinu. Lítið var um aðra skjálftavirkni á Suðurlandi.

Reykjanesskagi

Engin skjálftavirkni mældist undir Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg.

Norðurland

Þrjátíu og þrír skjálftar mældust norður af landinu, þar af 18 undir Öxarfirði. Stærsti skjálftinn var 2,2 stig. Tveir skjálftar mældust við Kaldbak norðan Grenivíkur, 0,6 og 1,6 stig.

Hálendið

Skjálftavirkni hélt áfram við Upptyppinga og Herðubreiðartögl. Rúmlega 60 skjálftar, 0,4 - 2,3 stig, mældust austan við Upptyppinga á 14 - 17 km dýpi. Um 80 skjálftar mældust við Herðubreiðartögl, 0,2 - 2,4 stig. Einn skjálfti mældist við austurbún Öskju og einn undir Vaðöldu. Engir skjálftar mældust undir Vatnajökli fyrr en á sunnudaginn 28. október. Þá mældust fimm skjálftar norðaustan í Bárðarbungu, 1,9 - 2,2 stig, og einn við Kverkfjöll, 2,3 stig. Á mánudaginn mældist skjálfti undir Tungnafellsjökli, 2,0 stig.

Mýrdalsjökull

Í vikunni mældist 41 skjálfti undir Mýrdalsjökli, flestir undir vestanverðum jöklinum.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir