Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20071126 - 20071202, vika 48

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Mesta virknin í vikunni var norðan við Langjökul, en þar var stærsti skjálftinn 4,4 stig, og fannst hann í byggð. Einnig mældist skjálfti í sunnanverðum Langjökli, sem var 3,1 stig að stærð.

Suðurland

Rólegt var á Suðurlandi, nokkrir smáskjálftar mældust í Ölfusi og á Hengilssvæðinu, en þar var sá stærsti 1,7 stig.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust aðeins 3 skjálftar í nágrenni Kleifarvatns, sá stærsti 1,4 stig.

Norðurland

Á Norðurlandi var rólegt, nokkrir skjálftar mældust skammt norðan við Kolbeinsey, sá stærsti var 2,6 stig.

Hálendið

Við norðanverðan Langjökul hefur verið nokkur virkni síðustu vikur. Mánudaginn 26. nóvember mældust þar nokkrir skjálftar framan af degi. Kl 15:31 varð þar svo skjálfti 4,4 stig að stærð, sem fannst víða í Húnavatnssýslu. Einnig var tilkynnt að hans hefði orðið vart á Akureyri og í Reykjavík. Næststærsti skjálftinn var 3 stig og nokkrir á bilinu 2,5 - 3 stig. Þá mældust þrír skjálftar inn undir miðjum jökli, einn þeirra var 3,1 stig, en hinir litlir. Þá mældust tveir litlir skjálftar við Hagafell. Nokkrir skjálftar urðu í Vatnajökli, þeir stærstu í Bárðarbungu 1,7 stig, Hamrinum 1,6 og upp af Heinabergsjökli 1,6 stig. Við Herðubreið mældust nokkrir smáskjálftar og einn á Mývatnsöræfum. Við Upptyppinga var rólegt.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli voru mældir 20 skjálftar, allir í vestanverðum jöklinum. Fimm þeirra voru 2 stig eða stærri, tveir stærstu voru 2,3 stig. Einnig mældust nokkrir smáskjálftar á Torfajökulssvæðinu.

Þórunn Skaftadóttir