Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20071217 - 20071223, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 173 skjálftar í vikunni. Sá stærsti um 2,8 stig átti upptök sín 7 km undir Gæsavötnum klukkan 17:35 á Þorláksmessu.

Suðurland

Alls mældist 21. skjálfti á Suðurlandi. Sá stærsti um 2,0 stig átti upptök sín 6 km NV við Hveravelli.

Reykjanesskagi

Alls mældust 10 skjálftar á Reykjanesskaga og -hrygg. Sá stærsti um 2,7 stig átti upptök sín á Reykjaneshrygg. Fimm skjálftar mældust yfir 2. stig, allir Reykjaneshrygg.

Norðurland

Alls mældust 39. skjálftar á Norðurlandi. Sá stærsti um 2,4 stig átti upptök sín 23 km NA við Siglufjörð. Tveir skjálftar stærri en 2. stig mældust vestan og SV við Grímsey. Milli Raufarhafnar og Þórshafnar mældist skjálfti um 2. stig. Við Kröflu mældist skjálfti um 2.1 stig.

Hálendið

Alls mældust 62. skjálftar á Hálendinu. Sá stærsti um 2,8 stig átti upptök sín við Gæsavötn. Við Hamarinn mældust tveir skjálftar yfir 2. stig, og sömuleiðis við Bárðarbungu. Í Grímsvötnum mældist einn skjálfti yfir 2. stig, og sömuleiðis í Hoffellsjökli. Við Upptyppinga mældust þrír skjálftar yfir 2. stig. Undir Álftadalshnjúk greindust 32. skjálftar á 12. til 17 km dýpi.

Mýrdalsjökull

Alls mældust 40. skjálftar við Mýrdalsjökul. Sá stærsti um 2,6 í Tungnakvíslarjökli. Við Goðabungu mældust alls 35. skjálftar, 12. þeirra stærri en tveir. Fimm skjálftar millli eitt og tvö stig greindust við Torfajökul.

Ólafur St. Arnarsson