Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Átta skjálftar áttu upttök við Kotströnd í Ölfusi. Stærsti skjálftinn þar var að stærð 2.1 kl. 10:16 þann 3. janúar og þann dag mældust 6 skjálftar af þessum átta.
Fjórir smáskjálftar mældust á Hestvatnssprungunni í vikunni.
Þann 5. janúar var jarðskjálftahrina með upptök syðst í Kleifarvatni. Í hrinunni
mældust 17 skjálftar þennan dag og var stærsti skjálftinn 2.2 að stærð 2.2 kl. 13:13.
Tveir aðrir skjálftar urðu þar á sömu slóðum í vikunni.
Tveir smáskjálftar voru með upptök suðvestan við Fagradalsfjall.
Tveir skjálftar voru með upptök á Þeistareykjum.
Undir Vatnajökli mældust 13 skjálftar. Flestir þeirra áttu upptök norðaustan
við Bárðarbungu og við Kistufell. Við Kistufell var stærsti skjálftinn 2.5 að stærð
þann 31. desember kl. 02:43 og við Bárðarbungu var stærsti skjálftinn 2.8 að stærð
þann 4. janúar kl. 08:49.
Einn skjálfti átti upptök við Hamarinn og einn norðaustan við Grímsvötn.
Tveir skjálftar voru við Skeiðarárjökul.
Við Upptyppinga (Álftadalsdyngju) mældust 10 skjálftar í vikunni.
Þeir voru allir minni en 1 að stærð. Upptök þeirra voru á 14-17 km dýpi
þeir dýpstu syðst.
Við Öskju og Herðubreið mældust 2 skjálftar á hvorum staðnum.
Á Torfajökulssvæðinu mældust 4 skjálftar sá stærsti 1.7 að stærð.