Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20071231 - 20080106, vika 01

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 136 jarðskjálftar og ein líkleg sprenging.

Suðurland

Níu skjálftar voru á Hengilssvæðinu. Flestir þeirra voru með upptök við Ölkelduháls. Stærsti skjálftinn var við Ölkelduháls þann 5. janúar kl. 23:42 að stærð 1.7.

Átta skjálftar áttu upttök við Kotströnd í Ölfusi. Stærsti skjálftinn þar var að stærð 2.1 kl. 10:16 þann 3. janúar og þann dag mældust 6 skjálftar af þessum átta.

Fjórir smáskjálftar mældust á Hestvatnssprungunni í vikunni.

Reykjanesskagi

Sunnudagskvöldið 6. janúar hófst jarðskjálftahrina með upptök við Reykjanestá og stóð hún fram á mánudaginn 7. janúar. Fyrsti skjálftinn varð kl. 20:26 að stærð 2.5 og var hann þeirra stærstur. Sex skjálftar mældust þarna þetta kvöld.

Þann 5. janúar var jarðskjálftahrina með upptök syðst í Kleifarvatni. Í hrinunni mældust 17 skjálftar þennan dag og var stærsti skjálftinn 2.2 að stærð 2.2 kl. 13:13.
Tveir aðrir skjálftar urðu þar á sömu slóðum í vikunni.

Tveir smáskjálftar voru með upptök suðvestan við Fagradalsfjall.

Norðurland

Á Tjörnesbrotabeltinu úti fyrir Norðurlandi mældust 30 skjálftar. Flestir þeirra voru með upptök í Eyjafjarðarál, austan við Grímsey og inn í Öxarfirði. Stærsti skjálftinn var inní Öxarfirði þann 2. janúar kl. 10:04 að stærð 2.1.

Tveir skjálftar voru með upptök á Þeistareykjum.

Hálendið

Þann 4. janúar kl. 04:41 varð skjálfti að stærð 1.7 með upptök við norðvesturbrún Hofsjökuls.

Undir Vatnajökli mældust 13 skjálftar. Flestir þeirra áttu upptök norðaustan við Bárðarbungu og við Kistufell. Við Kistufell var stærsti skjálftinn 2.5 að stærð þann 31. desember kl. 02:43 og við Bárðarbungu var stærsti skjálftinn 2.8 að stærð þann 4. janúar kl. 08:49.

Einn skjálfti átti upptök við Hamarinn og einn norðaustan við Grímsvötn.

Tveir skjálftar voru við Skeiðarárjökul.

Við Upptyppinga (Álftadalsdyngju) mældust 10 skjálftar í vikunni. Þeir voru allir minni en 1 að stærð. Upptök þeirra voru á 14-17 km dýpi þeir dýpstu syðst.

Við Öskju og Herðubreið mældust 2 skjálftar á hvorum staðnum.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 19 skjálftar. Einn skjálfti átti upptök undir norðanverðri Kötluöskjunni en allir hinir voru undir vestanverðum jöklinum. Stærsti skjálftinn þar var um 2.1 að stærð.
Einn smáskjálfti mældist norðan við Eyjafjallajökul.

Á Torfajökulssvæðinu mældust 4 skjálftar sá stærsti 1.7 að stærð.

Gunnar B. Guðmundsson