Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080128 - 20080203, vika 05

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 142 skjálftar og 6 sprengingar eða líklegar sprengingar.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu mældust 8 smáskjálftar sá stærsti 1.2 að stærð.
Á Suðurlandi mældust 26 skjálftar. Þeir voru nær allir minni en 1 að stærð.
Upptök þeirra voru í Ölfusi, við Selfoss, á Hestvatns- og Holtasprungunum, við Kaldárholt og við Skarðsfjall. Einn skjálfti var með upptök sunnan við Hrútsvatn í Áshreppi.

Skjálfti að stærð 2.4 varð kl. 19:26 við landgrunnsbrúnina við Hornafjarðardjúp um 69 km suðsuðaustur af Höfn í Hornafirði.

Reykjanesskagi

Mánudaginn 28. janúar kl. 08:28 varð skjálfti að stærð 3.4 með upptök um 18 km suðsuðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg
Sama dag kl. 23:43 varð skjálfti að stærð 1.4 með upptök um 9 km norður af Eldey á Reykjaneshrygg.
Skjálfti að stærð 1.5 með upptök norðan við Grindavík þann 30 janúar ,kl. 05:21.
Fáeinir smáskjálftar við Kleifarvatn.

Norðurland

Mjög lítil skjálftavirkni var úti fyrir Norðurlandi
Stærsti skjálftinn mældist 2.5 stærð þann 3. febrúar með upptök í Skjálfandadjúpi.

Hálendið

Við norðvestuhluta Vatnajökuls mældust skjálftar með upptök undir Hamrinum, Bárðarbungu, við Kistufell og Kverkfjöll.
Í skjálftahrinu við Kistufell þann 30. janúar mældust 8 skjálftar. Sá stærsti 2.1 að stærð.
Við Brúarjökul mældust fáeinir skjálftar og einnig mældust norður af honum fáeinir skjálftar dagana 30.1. og 1.2. sem líklega eru ísbrestir.

Skjálftar mældust við Öskju, Herðubreið og Herðubreiðartögl. Skjálftar mældust einnig með upptök um 20 km norðvestur af Öskju.
. Við Upptyppinga/Álftadalsdyngu mældust 14 skjálftar með upptök á um 15-16 km dýpi.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 5 skjálftar. Upptök 3 skjálfta voru undir vestari hluta hans (Goðabungu)sem náðu allt að 2 stigum að stærð. Tveir skjálftar voru undir Kötluöskjunni, báðir minni en 1 að stærð.
Einn smáskjálfti mældist með upptök norður af Eyjafjallajökli.

Á Torfajökulssvæðinu mældust 9 skjálftar. Sá stærsti 1.8 að stærð þann 30. janúar, kl. 03:04.

Mánudagur, 28. janúar.
Jarðskjálfti að stærð 3.4 varð kl. 08:28 með upptök um 18 km SSV af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg.
Skjálfti að stærð 2.4 varð kl. 19:26 við landgrunnsbrúnina við Hornafjarðardjúp um 69 km suðsuðaustur af Höfn í Hornafirði.
Þriðjudagur, 29. janúar.
Skjáfti að stærð 2 við Goðabungu undir Mýrdalsjökli kl. 01:52.
Fjórir smáskjálftar við Kverkfjöll og 3 skjálftar um 20 km norðvestan við Öskju.
Miðvikudagur, 30. janúar.
8 skjálftar við Kistufell við norðvestanverðan Vatnajökul. Stærstur þeirra var 2.1 að stærð kl. 10:27.
Átta skjálftar í Upptyppingahrinunni við Álftadalsdyngju. Allir minni en 1 að stærð.
Fimmtudagur, 31. janúar.
Skjálfti við Grindavík kl. 05:21, 1.5 að stærð.

Gunnar B. Guðmundsson