Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080204 - 20080210, vika 06

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Einungis mældust 62 jarðskjálftar í vikunni auk einnar sprengingar og þriggja ætlaðra sprenginga.

Suðurland

Tuttugu og fjórir skjálftar mældust á Suðurlandi, Hengilssvæði og Ölfusi og voru þeir allir litlir.

Reykjanesskagi

Sex skjálftar mældust við Kleifarvatn og Sveifluháls, sá stærsti tæp 2 stig.

Norðurland

Átta skjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi og var sá stærsti 2 stig.

Hálendið

Þrír skjálftar mældust við Öskju, tveir við Herðubreiðartögl og einn austan Upptyppinga. Stærsti skjálftinn varð við Öskju og var hann 1,6 stig. Undir Vatnajökli mældust fjórir skjálftar. Einn við Grímsvötn, tveir undir Lokahrygg og einn norðar. Stærsti skjálftinn var 1,7 stig.

Mýrdalsjökull

Átta skjálftar mældust í Mýrdalsjökli. Þrír í vesturjöklinum og fimm í öskjunni. Stærsti skjálftinn var 1,4 stig. Í Eyjafjallajökli mældust þrír litlir skjálftar og sömuleiðis á Torfajökulssvæðinu.

Sigþrúður Ármannsdóttir