Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080211 - 20080217, vika 07

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 148 skjálftar á landinu og umhverfis það. Stærstu skjálftarnir 2,3 stig voru á Skjálfanda skammt frá Húsavík, utan við mynni Eyjafjarðar og 70 km SSA af Höfn í Hornafirði.

Suðurland

Nokkrir skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, þeir stærstu 1,5 stig og sunnan við Skálafell urðu nokkrir smáskjálftar. Á Suðurlandsundirlendinu voru staðsettir örfáir litlir skjálftar.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga var rólegt, fyrir sunnan Kleifarvatn varð skjálfti 1,4 stig, og um 6 km NA við Grindavík skammt norðan Festarfjalls urðu nokkrir smáskjálftar.

Norðurland

Á Skjálfanda mældust nokkrir skjálftar, voru 6 þeirra 5 km NV af Húsavík, þar af tveir 2,3 stig að stærð. Úti fyrir Eyjafirði urðu nokkrir skjálftar, sá stærsti 2,3 stig.

Hálendið

Á Öskjusvæðinu var nokkur smáskjálftavirkni, þar var stærsti skjálftinn 1,7 stig og austan Upptyppinga í Álftadalsdyngju mældust á þriðja tug skjálfta á 14-19 km dýpi, sá stærsti 1,8 stig. Í Vatnajökli voru nokkrir stakir smáskjálftar og í Hofsjökli mældist einn 1,9 stig og annar 1,6 skammt norðvestan jökulsins. Við Geitlandsjökul mældist skjálfti 1,4 stig og annar minni upp af Flókadal í Borgarfirði.

Mýrdalsjökull

6 skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli, allir í vesturjöklinum, sá stærsti var 2,1 stig. Á Torfajökulssvæðinu mældust nokkrir skjálftar, sá stærsti 1,9 stig að stærð.

Þórunn Skaftadóttir