Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080324 - 20080330, vika 13

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust rúmlega 400 skjálftar í vikunni. Sá stærsti um 2,6 stig átti upptök sín 33 km SV af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg klukkan 18:42 þann 25. mars. Langflestir skjálftanna voru við Upptyppinga.

Suðurland

Alls mældust 17 skjálftar á Suðurlandi. Sá stærsti um 2,0 stig átti upptök sín 3,1 km NA af Skeggja á Hengli klukkan 15:09 þann 25. mars.

Reykjanesskagi

Alls mældust 22 skjalftar á Reykjanesskaga og -hrygg. Sá stærsti um 2,6 stig átti upptök sín 33 km SV af Eldeyjarboða. Skjálftar milli 1. og 2. stig voru 10 talsins. Þeir mældust allir í Krísuvík.

Norðurland

Alls mældust 10 skjáltar á norðurlandi. Sá stærsti um 2,0 stig átti upptök sín 15 km austur af Grímsey klukkan 12:47 þann 30. mars.

Hálendið

Um 400 skjálftar mældust á hálendinu. Sá stærsti um 2,4 stig átti upptök sín 3,4 km NA af Herðubreið klukkan 18:00 þann 27. mars. Skjálftar yfir 2. stigum dreifðust þannig: 22. við Upptyppinga, 11. við Herðubreið, 4. við Bárðarbungu og einn við Kverkfjöll. Skjálftar undir 2. stigum voru nánast allir við Upptyppinga.

Mýrdalsjökull

Alls mældust 2. skjálftar við Mýrdalsjökul. Sá stærri um 2,3 stig átti upptök sín 11 km VSV af Landmannalaugum klukkan 1:17 þann 29. mars. Sá minni um 2,2 stig átti upptök sín 7 km SSA af Básum klukkan 4:27 þann 26. mars.

Ólafur St. Arnarsson