| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20080331 - 20080406, vika 14

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í þessari viku voru staðsettir 167 jarðskjálftar. Um 33% þeirra urðu í Álftadalsdyngju við Upptyppinga. Skjálftarnir sem mældust voru af stærðinni -0,6 til 3,2. Sá stærsti varð kl. 19:47:50 þann 2. apríl með upptök um 255 km NNA af Grímsey á Kolbeinseyjarhryggnum. Að auki mældust 10 sprengingar eða líklegar sprengingar við hin ýmsu vinnusvæði um allt land.
Einn skjálfti mældist 64 km SSA af Höfn í Hornarfirði þann 1. apríl. Hann reyndist vera 1,8 að stærð.
Suðurland
Í vikunni mældust 13 jarðskjálftar á Suðurlandi og sá stærsti mældist 1,0. Á Hengilsvæðinu varð 21 jarðskjálfti á stærðarbilinu -0,6 til 1,9.
Reykjanesskagi
Á Reykjanesskaga urðu 13 jarðskjálftar. Sá stærsti mældist 2,5.
Norðurland
Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 43 jarðskjálftar. Skjálftarnir voru af stærðinni 1,1 til 2,1.
Hálendið
Í viku 14 urðu 2 jarðskjálftar rétt við Kistufell fyrir norðan Vatnajökul. Einnig mældist skálfti að stærð 2.3 við suður enda Langjökuls.
Það mældust 59 jarðskjálftar á Upptyppingasvæðinu. Mesta jarðskjálftavirknin átti sér stað á 14 km dýpi og stærsti skjálftinn mældist 1,2.
Mýrdalsjökull
Undir Kötluöskju varð 1 jarðskjálfti og mældist hann 0,5.
Matthew J. Roberts og Gunnar G. Pétursson