Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080407 - 20080413, vika 15

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Eittþúsund og þrjátíu skjálftar voru staðsettir í vikunni auk sex ætlaðra sprenginga. Upp úr hádegi á mánudegi þ.7. hófst jarðskjálftahrina úti fyrir mynni Eyjafjarðar u.þ.b. 20 km NV af Gjögurtá og stóð hún alla vikuna. Í vikulokin höfðu tæplega 900 skjálftar verið staðsettir á þessum stað. Stærsti skjálftinn mældist 3 stig að kvöldi þriðjudags. Stærsti skjálfti vikunnar varð um kl 14 á sunnudaginn 13. apríl u.þ.b. 37 km NV af Grímsey og mældist hann 3,3 stig.

Suðurland

Nokkrir smáskjálftar mældust á Suðurlandi, Hengilssvæði og í Ölfusi.

Reykjanesskagi

Um tuttugu skjálftar mældust á Reykjanesskaganum og voru þeir allir litlir. Tíu skjálftar mældust á Reykjaneshrygg og var sá stærsti 2,4 stig.

Norðurland

Mesta virknin þessa viku var úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina hófst úti fyrir mynni Eyjafjarðar upp úr hádeginu á mánudeginum og stóð hún alla vikuna.Í vikulokin höfðu tæplega 900 skjálftar verið staðsettir á þessum stað. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist 3 stig að kvöldi þriðjudags. Nokkrir skjálftar mældust um 37 km NV af Grímsey og urðu þeir flestir á sunnudeginum 13. apríl. Stærsti skjálfti vikunnar 3,3 stig varð á þeim stað um kl. 14 þann dag.

Hálendið

Rólegt var á svæðinu norðan Vatnajökuls en þar mældust tæplega 30 skjálftar og voru þeir allir litlir.
Undir Vatnajökli mældust 13 skjálftar. Fimm í Dyngjujökli, tveir undir Bárðarbungu, þrír á Lokahrygg, einn við Þórðarhyrnu, einn í Öræfajökli og einn við Grímsvötn. Stærsti skjálftinn var 1,7 stig undir Bárðarbungu.
Einn lítill skjálfti mældist SA af Langjökli og vestan Bláfells.

Mýrdalsjökull

Tíu litlir skjálftar mældust í Mýrdalsjökli og þar af þrír inni í öskjunni.Smáórói varð upp úr kl. 15 þriðjudaginn 8. apríl og stóð hann yfir í um 10 mínútur.
Á Torfajökulssvæðinu mældust þrír litlir skjálftar.

Sigþrúður Ármannsdóttir