Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080428 - 20080504, vika 18

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 187 atburðir, þar af níu líklegar sprengingar vegna framkvæmda. Flestir skjálftanna voru við Herðubreið og Öskju, alls um 50 atburðir. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,5 að stærð um 19 km NA af Siglufirði. Einnig mældust þrír skjálftar um 150 km ASA af Höfn í Hornafirði og tveir skjálftar langt norður á Kolbeinseyjarhrygg, sjá kort hér.

Suðurland

Örfáir smáskjálftar mældust á Suðrulandi í vikunni, á Hestvatnssprungunni og í Holtum.
Virknin var meiri á Hengilssvæðinu en flestir skjálftanna þar voru innarlega á Bitru. Stærstu skjálftarnir voru 1,5 að stærð.

Reykjanesskagi

Nokkrir smáskjálftar (þeir stærstu 1,5 að stærð) urðu í Fagradalsfjalli, við Trölladyngju og í grennd við Krísuvík og Kleifarvatn. Tveir skjálftar mældust undir Vífilsfelli.

Norðurland

Ekki var mikil virkni úti fyrir Norðurlandi í vikunni. Alls voru staðsettir 27 skjálftar á og úti fyrir Norðurlandi.

Hálendið

Talsverð smáskjálftavirkni var við Öskju og Herðubreið, alls voru staðsettir um 50 skjálftar þar; þar af 17 í hnapp við NA enda Herðubreiðartagla. Enginn skjálfti mældist við Upptyppinga og Álftadalsdyngju.
Nokkrir skjálftar mældust undir Vatnajökli á þekktum stöðum - í Kverkfjöllum, Bárðabungu, við Kistufell og einn skjálfti mældist við Þórðarhyrnu. Ísskjálftar voru í Skeiðarárjökli alla vikuna en einungis var unnt að staðsetja lítinn hluta skjálftanna vegna hversu smáir þeir eru. Ísskjálftavirknin var þó ekki nærri eins áköf og oft áður.
Í Torfajökulsöskjunni voru staðsettir sjö skjálftar.

Mýrdalsjökull

Sjö skjálftar (sá stærsti 1,1 að stærð) voru staðsettir undir Mýrdalsjökli og var aðeins einn þeirra vestan í Goðabungu. Hinir sex skjálftarnir dreifðust um öskjuna.

Gangur vikunnar

Miðvikudagur, 30.apr. kl. 14:34: Framanaf vikunni hefur verið frekar rólegt. Smáskjálftavirkni heldur áfram við NA enda Herðubreiðartagla. Nokkrir smáskjálftar hafa mælst á Suðurlandi, Hengilssvæði og á Reykjanesi.
Fimmtudagur, 1. maí kl. 17:15: Tíðindalítið, einungis tveir skjálftar hafa verið staðsettir á landinu frá miðnætti. Í gær kl. 19:30 varð skjálfti af stærðinni 2,5 um 19 km NA af Siglufirði.
Föstudagur, 2. maí kl. 15:45: Allt er með kyrrum kjörum. Nokkrir smáskjálftar hafa verið á Reykjanesi og Hengilssvæði síðasta sólarhringinn. Tveir skjáltar mældust við Þeistareyki upp úr 14 í dag. Ísskjálftar hafa mælst í Skeiðaárjökli í vikunni.
Laugardagur, 3. maí kl. 16:55: Furðu kyrrt. Enn eru stöku ísskjálftar í Skeiðarárjökli.
Sunnudagur, 4. maí kl. 15:10: Nokkrir smáskjálftar hafa verið á Reykjanesskaga, til að mynda norður af Trölladyngju. Einnig nokkrir smáskjálftar við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Enn eru stöku ísskjálftar í Skeiðarárjökli.

Halldór Geirsson