Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Smáskjálftar mældust við Fagradalsfjall, Kleifarvatn og undir Bláfjöllum.
Þrír skjálftar mældust norður á Kolbeinseyjarhrygg. Þann 24. apríl. kl. 09:09 var skjálfti að stærð 2,5 um
90 km norður af landinu. Tveir skjálftar voru um 200-210 km norður af landinu. Annar þann 24. apríl kl. 12:20
og hinn þann 26. apríl kl. 23:25. Báðir voru um 2,7 að stærð.
Mánudagur 21. apríl:
Smáskjálftar fyrir mynni Eyjafjarðar í framhaldi af hrinu sem þar hefur
staðið yfir undanfarið. Smáskjálftar austan við Herðubreiðartögl og vestan við Öskju.
Fjórir skjálftar norðan og austan við Grímsey.
Einn skjálfti við Bárðarbungu kl. 20:13, stærð 1,3.
Þriðjudagur 22. apríl:
Áframhaldandi smáskjálftavirkni fyrir mynni Eyjafjarðar og vestan við Öskju.
Smá skjálftahrina við Herðubreið um kvöldmatarleytið.
Fjórir skjálftar norður af Tjörnesi. Fáeinir skjálftar með upptök við Kleifarvatn
á Reykjanesskaga.
Miðvikudagur 23. apríl:
Lítil skjálftavirkni framan af degi.
Fimmtudagur 24. apríl: (kl. 14)
Tveir skjálftar á Kolbeinseyjarhrygg í morgun. Sá fyrri var kl. 09:09 með
upptök um 84 km norður af Kolbeinsey. Sá síðari var kl. 12:20 með upptök við
SPAR brotabeltið um 206 km norður af Kolbeinsey. Skjálftarnir mælast um 2,5 stig.
Sex smáskjálftar voru með upptök í Bláfjöllum um 1,5 km austur af Bláfjallaskála.
Þeir voru allir minni en 1,5 stig. 7 smáskjálftar í nótt og morgun með upptök við
Kögunarhól undir Ingólfsfjalli.
Föstudagur 25. apríl:
Fáeinir skjálftar við Herðubreið. Þrír skjálftar um 6,5 km suðvestur af Helgafelli á Reykjanesskaga.
Um kl. 07:40 mælist titringur á flestum stöðvum á landinu sem líklega á upptök langt í vestri eða
suðvestri frá landinu. Mögulega er það skjálfti langt suður á Reykjaneshrygg.
Laugardagur 26. apríl:
Einn skjálfti undir Kötluöskjunni. Þrír skjálftar um 10 km norðvestur af Eldey á Reykjaneshrygg.
Einn á Kolbeinseyjarhrygg, 2,7 að stærð.
Sunnudagur 27. apríl: