Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080421 - 20080427, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 232 skjálftar og 6 sprengingar eða líklegar sprengingar.

Suðurland

Fáeinir smáskjálftar með upptök á Hengilssvæðinu.
Við Kögunarhól undir Ingólfsfjalli mældust 14 skjálftar dagana 23.-25 apríl. Stærsti skjálftinn var 1,2 stig.
Smáskjálftar við Hestfjall og í Holtum.

Reykjanesskagi

Þann 26. og 27. mældust 6 skjálftar um 10 norðvestur af Eldey á Reykjaneshrygg. Stærsti skjálftinn var 1,9 stig.

Smáskjálftar mældust við Fagradalsfjall, Kleifarvatn og undir Bláfjöllum.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 68 jarðskjálftar. Stærstu skjálftarnir voru um 2,2 að stærð. Flestir skjálftanna voru með upptök úti fyrir mynni Eyjafjarðar í byrjun vikunnar. Einnig voru skjálftar með upptök á Grímseyjarsundi svo og við Grímsey og inn í Öxarfjörð.

Þrír skjálftar mældust norður á Kolbeinseyjarhrygg. Þann 24. apríl. kl. 09:09 var skjálfti að stærð 2,5 um 90 km norður af landinu. Tveir skjálftar voru um 200-210 km norður af landinu. Annar þann 24. apríl kl. 12:20 og hinn þann 26. apríl kl. 23:25. Báðir voru um 2,7 að stærð.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust skjáltar við Hamarinn, Bárðarbungu, Kistufell og Kverkfjöll. Allir þessir skjálftar voru minni en 1,5 að stærð.
Tveir ísskjálftar vori í Skeiðarárjökli þann 27. apríl.
Þann 21. og 22. apríl mældust 9 skjálftar með upptök norðvestur af Öskju. Þeir stærstu voru um 1,6 að stærð.
Um 30 skjálftar voru við Herðubreið og 12 við Herðubreiðartögl. Þeir voru allir undir 1,5 að stærð.
Undir Álftadalsdyngju mældust 4 smáskjálftar á 13-16 km dýpi.

Mýrdalsjökull

Fjórir skjálftar voru með upptök í Kötluöskjunni. Þeir voru allir minni en 1,5 að stærð.
Einn smáskjálfti var undir Eyjafjallajökli og annar í Þórsmörk.

Mánudagur 21. apríl: Smáskjálftar fyrir mynni Eyjafjarðar í framhaldi af hrinu sem þar hefur staðið yfir undanfarið. Smáskjálftar austan við Herðubreiðartögl og vestan við Öskju. Fjórir skjálftar norðan og austan við Grímsey. Einn skjálfti við Bárðarbungu kl. 20:13, stærð 1,3.
Þriðjudagur 22. apríl: Áframhaldandi smáskjálftavirkni fyrir mynni Eyjafjarðar og vestan við Öskju. Smá skjálftahrina við Herðubreið um kvöldmatarleytið. Fjórir skjálftar norður af Tjörnesi. Fáeinir skjálftar með upptök við Kleifarvatn á Reykjanesskaga.
Miðvikudagur 23. apríl: Lítil skjálftavirkni framan af degi.
Fimmtudagur 24. apríl: (kl. 14) Tveir skjálftar á Kolbeinseyjarhrygg í morgun. Sá fyrri var kl. 09:09 með upptök um 84 km norður af Kolbeinsey. Sá síðari var kl. 12:20 með upptök við SPAR brotabeltið um 206 km norður af Kolbeinsey. Skjálftarnir mælast um 2,5 stig. Sex smáskjálftar voru með upptök í Bláfjöllum um 1,5 km austur af Bláfjallaskála. Þeir voru allir minni en 1,5 stig. 7 smáskjálftar í nótt og morgun með upptök við Kögunarhól undir Ingólfsfjalli.
Föstudagur 25. apríl: Fáeinir skjálftar við Herðubreið. Þrír skjálftar um 6,5 km suðvestur af Helgafelli á Reykjanesskaga. Um kl. 07:40 mælist titringur á flestum stöðvum á landinu sem líklega á upptök langt í vestri eða suðvestri frá landinu. Mögulega er það skjálfti langt suður á Reykjaneshrygg.
Laugardagur 26. apríl: Einn skjálfti undir Kötluöskjunni. Þrír skjálftar um 10 km norðvestur af Eldey á Reykjaneshrygg. Einn á Kolbeinseyjarhrygg, 2,7 að stærð.
Sunnudagur 27. apríl:

Gunnar B. Guðmundsson