Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080616 - 20080622, vika 25

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan einkenndist mjög af eftirskjálftum í Ölfusi og Flóa eftir Suðurlandsskjálftann í lok maí. Um 1700 skjálftar voru staðsettir í kerfi Veðurstofunnar, en aðeins hluti þeirra hefur verið yfirfarinn í vikulok. Stærsti skjálftinn var að morgni mánudags um 8 km NA af Selfossi. Var hann 3,1 stig að stærð og fannst á Selfossi, Hveragerði og víðar. Eftirskjálftavirknin fjarar eðlilega út.

Suðurland

Flestir eftirskjálftar stóra skjálftans 29. maí, sem urðu í þessari viku, voru á Kross-sprungunni og Ingólfsfjalls-sprungunni. Nokkur virkni var einnig á sprungum vestar á sprungubeltinu, svo og austar en þar varð stærsti skjálftinn í vikunni um 8 km NA af Selfossi, 3,1 stig. Aðrir skjálftar á svæðinu voru um 2 stig eða minni. Nokkrir smáskjálftar urðu einnig á Hestfjallssprungunni.

Reykjanesskagi

Fremur kyrrt var á Reykjanesskaga, en þrír skjálftar urðu um 40 km SV af Reykjanesi, sá stærsti 2,1 stig.

Norðurland

Nokkur virkni var á milli Grímseyjar og lands, stærsti skjálftinn var skammt vestan við Flatey, 2,5 stig. Á Öxarfirði var stærsti skjálftinn 1,9 stig. Þá mældist skjálfti um 250 km norðan við land, sem var 3 stig að stærð. Nokkrir smáskjálftar urðu við Þeistareyki, sá stærsti 1,3 stig og einn við Kröflu einnig 1,3 stig.

Hálendið

Í Vatnajökli var stærsti skjálftinn skammt vestan við Kistufell, 2,0 stig. Minni skjálftar dreifðust víða um jökulinn. Við Herðubreið urðu um 40 skjálftar 1,4 stig eða minni. Suðaustan við Langjökul mældust 3 skjálftar, sá stærsti 1,5 stig.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 8 skjálftar, þrír þeirra í vesturjöklinum, sá stærsti 1,4 stig og fimm innan öskjunnar 0,9 stig og minni. Á Torfajökulssvæðinu urðu nokkrir skjálftar sá stærsti 1,6 stig.

Þórunn Skaftadóttir