Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080804 - 20080810, vika 32

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um þúsund skjálftar mældust í vikunni. Mesta virknin var í Ölfusi, á Reykjaneshrygg og við Grímsey. Sex skjálftar mældust af stærðargráðunni 3.

Suðurland

Í Ölfusi voru staðsettir 90 skjálftar. Af stærðargráðunni 1 mældust 17 skjálftar. Aðrir voru minni. Á 20 km kafla 15 km austan við Selfoss mældust 7 örsmáir skjálftar.

Reykjanesskagi og -hryggur

Skjálfti af stærðargráðunni 3 var 9 km NA af Grindavík þann 9. ágúst klukkan 5:08. Í kjölfarið mældust 4 smáir eftirskjálftar. Við Krísuvík mældust 4 skjálftar. Allir af stærðargráðunni 1. Um 50 km VSV af Reyjanestá mældust 3 skjálftar af stærðargráðunni 3 frá klukkan 15:41-15:46 þann 8. ágúst. Tveir forskjálftar af stærðargráðunni 2 voru 20 mínútum fyrr. Eftirskjálftarnir urðu 40 talsins og dróg verulega úr hrinunni á miðnætti sama dag.

Norðurland

Um 150 skjálftar voru staðsettir við Grímsey. Níu þeirra voru af stærðagráðunni 3, fimmtíuogfjórir af stærðargráðunni 2, áttatíuogeinn af stærðargráðunni 1. Um 13 km VSV af Kópaskeri voru staðsettir 4 skjálftar. Einn af stærðargráðunni 3, einn af stærðargráðunni 2 og tveir af stærðargráðunni 1.

Hálendið

Í Vatnajökli voru staðsettir 20 skjálftar. Fjórir við Hamarinn, níu við Kistufell, þrír við Bárðarbungu og fjórir við Kverkfjöll. Stærsti skjálftinn var við Hamarinn af stærðargráðunni 3. Mjög svipað óróamynstur kom fram á mælum við Skrokköldu og á Grímsfjalli milli klukkan 6 og 7 þann 8. ágúst. Telja sumir þetta vera upphaf Skaftárhlaups. Rennslismælir í Skaftá við Sveinstind sýndi aukið rennsli um 2 leitið um nótt þann 10. ágúst, tæpum tveimur sólahringum síðar. Norðan Vatnajökuls voru staðsettir 19 smáir skjálftar. Við Tungnafellsjökul mældist skjálfti af stærðargráðunni 2 um 16 kílómetra NA af Nýjadal.

Mýrdalsjökull

Fjórir skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli. Tveir af stærðargráðunni 2 og tveir af stærðargráðunni 1. Annar þeirra stærri mældist á 2-3 km dýpi 4 km VNV við Goðabungu.

Ólafur Stefán Arnarson