Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080811 - 20080817, vika 33

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Skjálftavirkni heldur áfram í Ölfusi og austan við Grímsey. Skjálfti af stærðinni 3 varð í Esjufjöllum þann 12. ágúst og nokkrir minni komu í kjölfarið. Skjálftavirkni í Kverkfjöllum hefur einnig verið nokkur, en allir eru þeir þó minni en 3 af stærð.
Þann 13. ágúst kl. 14:46 mældist skjálfti af stærðinni 3 um 13 km austan við Grímsey. Þann 17. ágúst kl. 5:05 um nóttina varð skjálfti af stærðinni 3.2 um 13 km austan við Grímsey. Yfir 100 skjálftar hafa mælst þar í kjölfarið.

11. ágúst
Skjálfti af stærðinni 3 mældist í Esjufjöllum í sunnanverðum Vatnajökli.
12. ágúst
Virknin með svipuðum hætti eins og undanfarið.
13. ágúst
Skjálfti af stærðinni 3,4 varð austan við Grímsey, þar sem skjálftavirknin hefur verið hvað mest nú í sumar.
6 skjálftar mældust í austanverðum Eyjafjallajökli. 14. ágúst
Virknin svipuð og undanfarið, en einnig hafa mælst 13 skjálftar við Flatey á Skjálfanda.
15. ágúst
Skjálftar við Flatey halda áfram og hafa mælst 29 skjálftar þennan sólarhringinn.
16. ágúst
Tiltölulega rólegt þennan dagin miðað við undanfarna daga og hefur dregið töluvert úr virkninni við Flatey.
17. ágúst.
Skjálfti upp á 3,2 mældist um 13 km austan við Grímsey kl. 5:05 í nótt. Yfir 100 skjálftar hafa mælst þar síðan þá. Annarstaðar á landinu hefur virknin verið með svipuðu móti og undanfarið.

Suðurland

Reykjanesskagi

Norðurland

Hálendið

Mýrdalsjökull

Hjörleifur Sveinbjörnsson