Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080825 - 20080831, vika 35

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Staðsettir voru 460 jarðskjálftar í vikunni, auk nokkurra sprenginga. Stærsti skjálftinn við landið var austan við Grímsey 3,0 stig að stærð. Nokkrir stærri skjálftar urðu norður á Kolbeinseyjarhrygg, þeir stærstu 3,5 stig. Einn skjálfti fannst, þann 31. ágúst kl 10:24. Upptök hans voru við Selfjall um 5 km norðan við Reyki í Ölfusi, þar sem hans varð vart, en hann var 1,7 stig. Nokkrar tilkynningar bárust að kvöldi 28. ágúst frá Keflavík, um að fundist hefði skjálfti. Reyndist þar um að ræða sprengingu vegna framkvæmda í Helguvík.

Suðurland

Suðurlandsbrotabeltið var allt á hreyfingu endanna á milli, þótt ekki væri um stóra skjálfta að ræða. Flestir voru skjálftarnir á Kross-sprungunni, en þeir stærstu þar voru 1,2 stig. Við Selfjall skammt norðan við Reyki í Ölfusi varð skjálfti, sem mældist 1,7 stig og fannst á Reykjum.

Reykjanesskagi

Dreifðir smáskjálftar urðu víða á skaganum, en austan við Fagradalsfjall mældust um 30 skjálftar, og var sá stærsti þar 2,5 stig.

Norðurland

Enn var nokkur virkni austur af Grímsey, eins og undanfarnar vikur, stærsti skjálftinn þar var 3,0 og fjórir aðrir voru stærri en 2 stig. Um 25 km norður af Tjörnesi urðu skjálftar að stærð 2,8 og 2,5 stig.

Hálendið

Tveir skjálftar mældust í Hrafntinnuhrauni 2,7 og 2,3 stig, og við norðanverðan Langjökul varð skjálfti 1,7 stig að stærð og annar minni. Undir Vatnajökli mældust nokkrir skjálftar, sá stærsti undir Breiðamerkurjökli 1,6 stig, en aðrir í norðanverðum jöklinum. Á svæðinu við Herðubreið og Öskju voru staðsettir nokkrir smáskjálftar, sá stærsti 1,6 stig var við Öskju.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 8 skjálftar, sá stærsti 2,1 stig.

Þórunn Skaftadóttir