Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080901 - 20080907, vika 36

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 460 skjálftar mældust í vikunni auk nokkurra sprenginga. Mesta virknin var á Kross-sprungunni eins og undanfarnar vikur.

Suðurland

Mesta virknin var á Kross-sprungunni eins og undanfarnar vikur en þar urðu um 180 smáskjálftar. Ríflega 40 skjálftar voru í Ölfusinu og dreifð virkni annars staðar. Allt voru þetta litlir skjálftar.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaganum mældust um 20 skjálftar og voru þeir allir innan við tvö stig að stærð. Á Reykjaneshrygg var einn skjálfti sem var 2,3 stig og tveir litlir við Reykjanestá.

Norðurland

Á Norðurlandi voru 45 skjálftar og þar af 12 í Öxarfirði. Sá stærsti á þeim slóðum var rétt innan við tvö stig en annar sem var suðaustur af Grímsey náði tveimur stigum.

Hálendið

Í Vatnajökli mældust tæpir 50 skjálftar, flestir við Bárðarbungu. Þrír skjálftar urðu við Grímsvötn, fimm í Öræfajökli og einn í Breiðamerkurjökli auk nokkurra skjálfta í Kverkfjöllum og Dyngjujökli. Nokkrir skjálftanna náðu tveimur stigum en aðrir voru minni.
Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust ríflega 30 skjálftar og þar af voru 19 norðan við Upptyppinga í smáhrinu sem varð þann 5. Skjálftarnir vour allir litlir þ.e. innan við einn að stærð.

Mýrdalsjökull

Á þriðja tug skjálfta mældust í Mýrdalsjökli, tíu innan eða við öskjuna en aðrir í vesturjöklinum. Stærsti skjálftinn var 2,0 að stærð og var hann við Goðabungu. Nokkrir litlir skjálftar urðu á Torfajökulssvæðinu.

Mánudagur 1. september
Um 15 smáskjálftar á Kross-sprungunni. Stærsti skjálftinn að stærð 2.1 varð um 30 km suðsuðaustur af Kolbeinsey. Annars frekar róleg virkni. Þriðjudagur 2. september

Gunnar B. Guðmundsson og Sigþrúður Ármannsdóttir