| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20080915 - 20080921, vika 38

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Þessi vika var tiltölulega róleg miðað við undanfarnar vikur, en skjálftakerfi VVÍ mældi 158 skjálfta. Ástæða þess að svo fáir skjálftar mældust nú má vafalaust rekja til óvenju slæms veðurs, en hávaða rok og rigning veldur það miklum truflunum að erfitt verður fyrir kerfið að greina minnstu skjálftana.
Tæplega helmingur skjálftanna mældust í námunda við Hveragerði og Selfoss, allir mjög litlir.
16. september mældist skjálfti af stærðinni 4 rétt um 3 km vestur af Keili á Reykjanesskaga (7 km NNV af Krísuvík). Aðeins 4 eftirskjálftar komu í kjölfarið.
Þennan dag varð jafnframt hrina skjálfta um 9km SA af Flatey á Skjálfanda. 24 skjálftar mældust í hrinunni og var stærsti skjálftinn 2,2 af stærð.
20. september mældist skjálfti af stærðinni 3,2 um 2 km NA af Hamrinum (vestast í Vatnajökli).
Lýsingu á atburðum vikunnar má lesa hér að neðan.
15. september
Tiltölulega rólegt var þennan daginn en 30 skjálftar mældust, þar af 8 nálægt Hveragerði og 10 hjá Selfossi. 3 skjálftar voru í Bárðarbungu.
16. september
Skjálfti af stærðinni 4 varð kl. 7:25, rúma 7 km. NNV af Krísuvík á Reykjanesskaga.
um 9 km SA af Flatey á Skjálfanda voru 24 skjálftar. Stærsti skjálftinn í þessari hrinu var af stærðinni 2,2.
Um 7 km VSV af Selfossi voru 14 skjálftar og voru þeir allir mjög litlir, en þar var stærsti skjálftinn af stærðinni 1,1.
17. september
Mjög lítil virkni þennan daginn, en aðeins 9 skjálftar voru mældir á landinu öllu.
18. september
12 skjálftar mældust.
19. september
14 skjálftar voru mældir, þar af 3 við Hveragerði og 4 við Selfoss. Einnig komu inn tilkynningar um fundin skjálfta milli 8 og 8:30 og komu tilkynningarnar frá Hveragerði, Stokkseyri, Eyrarbakka og svo frá Króki í Arnarbælishverfi í Ölfusi. Ekki mældist neinn skjálfti í skjálftakerfinu á þessu tímabili sem gat passað við þessa staðsetningu, en kl. 8:36 mældist skjálfti 5,1 km SSA af Hveragerði, en hann var aðeins af stærðinni 0,7 og ólíklegt að fólk finni slíkan skjálfta, enda hafa mjög margir skjálftar af þessari stærð verið á svæðinu síðan í vor.
20. september
22 skjálftar voru mældir á landinu. kl. 18:55 var skjálfti af stærðinni 2,1 km NA af Hamrinum (vestast í Vatnajökli) af stærðinni 3,2. 5 skjálftar á þessu svæði komu í kjölfarið á stærðarbilinu 1,4-2,7.
8 smáskjálftar mældust við Selfoss.
21. september
15 skjálftar mældust þennan daginn, þar af 9 við Selfoss og 3 við Hveragerði. Enginn skjálftanna í dag náði stærðinni 1.
Suðurland
Reykjanesskagi
Norðurland
Hálendið
Mýrdalsjökull
Hjörleifur Sveinbjörnsson