Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20081013 - 20081019, vika 42

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru 309 jarðskjálftar staðsettir.

Reykjanesskagi

Lítil skjálftavirkni mældist á Reykjanesskaga. Einn jarðskjálfti var staðsettur við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg, 2,3 stig.

Suðurland

Eftirskjálftavirkni heldur áfram á Hengilssvæðinu og í Ölfusi. Yfir hundrað smáskjálftar mældust, flestir innan við einn að stærð. Stærsti jarðskjálftinn, tæplega þrjú stig, átti upptök suðaustan við Hrómundartind á Hengilssvæðinu. Hans varð vart í Hveragerði og á Selfossi.
Á Suðurlandsundirlendinu voru fáir smáskjálftar og dreifðir.

Mýrdalsjökull

Mesta skjálftavirknin var í vestanverðum jöklinum, en þar voru staðsettir hátt í 30 skjálftar.

Hálendið

Á fjórða tug jarðskjálfta mældust í Vatnajökli. Mest var skjálftavirknin við Hamarinn. Á föstudaginn 17. október mældist þar jarðskjálfti 3,8 að stærð, en hans varð vart austan við Kirkjubæjarklaustur.
Einn jarðskjálfti mældist við norðurenda Tungnafellsjökuls, 1,8 stig.
Undir norðanverðum Herðubreiðartöglum mældust hátt í 20 smáskjálftar, sá stærsti 1,2 stig. Og norðan við Upptyppinga mældust yfir 30 smáskjálftar á 6-7 km dýpi, sá stærsti 1,8 stig.

Norðurland

Nokkur skjálftavirkni var við Grímsey og í Öxarfirðinum, en þéttasta virknin var á svæði NNA við Flatey og SSA við Grímsey. Þar mældust 15 jarðskjálftar, sá stærsti 2,4 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir