Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20081006 - 20081012, vika 41

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni var staðsettur 281 skjálfti auk nokkurra sprenginga. Í Grindavík fannst skjálfti, sem varð skammt norðan við bæinn, 2,5 stig. Einnig fannst skjálfti á Eyrarbakka, sem átti upptök um 6 km norðan við byggðina, í grennd við Kaldaðarnes. Hann mældist 2,1 stig að stærð.

Suðurland

Á Suðurlandi var mesta virknin á Kross-sprungunni. Stærsti skjálftinn þar var nærri Kaldaðarnesi kl 11:47 þann 7. október. Hann var 2,1 stig og fannst á Eyrarbakka.

Reykjanesskagi

Þann 6. október kl 07:57 varð skjálfti rétt norðan við Grindavík, þar sem hann fannst. Hann var 2,5 stig að stærð. Að öðru leyti var fremur rólegt á Reykjanesskaga.

Norðurland

Dreifð virkni var úti fyrir Norðurlandi, en skjálftarnir þar voru allir 2,0 stig eða minni.

Hálendið

Á svæðinu við Herðubreið og Öskju var nokkuð um dreifða smáskjálfta, og við Hlaupfell norðan Upptyppinga var virkni alla vikuna, litlir skjálftar á 6-7 km dýpi. Víða var hreyfing í Vatnajökli, stærsti skjálftinn þar var í Kverkfjöllum, 2,0 stig. Við jökuljaðarinn á Skaftárjökli ofan við Langasjó varð skjálfti þann 11. október kl 02:05. Hann var uppi við yfirborð 1,7 stig að stærð. Um það leyti var að hefjast hlaup úr eystri Skaftárkatlinum, og kemur tíminn heim og saman við áætlaðan tíma á því, þegar hlaupið var að brjótast undan jöklinum. Í Skeiðarárjökli urðu nokkrir ísskjálftar og í Kvíárjökli suðaustur úr Öræfajökli mældist skjálfti 1,4 stig.

Mýrdalsjökull

Flestir skjálftarnir í Mýrdalsjökli voru í vesturjöklinum, en sá stærsti þar var 2,3 sig að stærð.

Þórunn Skaftadóttir