Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20081027 - 20081102, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Á landinu mældust um 330 skjálftar auk nokkurra líklegra sprenginga og einnar staðfestrar. Mest var virknin á Hengilssvæðinu og í Ölfusi en þar mældust um 160 skjálftar og þar af ríflega 100 á Kross-sprungunni.

Suðurland

Mest var virknin á Hengilssvæðinu og í Ölfusi en þar mældust um 160 skjálftar og þar af ríflega 100 á Kross-sprungunni. Skjálftarnir voru allir litlir. Síðdegis á föstudag urðu tveir skjálftar með fimm mínútna millibili um 5 km vestur af Heimakletti í Vestmannaeyjum. Sá fyrri var 2,0 stig að stærð en sá síðari 2,5 stig. Auk þess urðu nokkrir smáskjálftar annars staðar á Suðurlandi.

Reykjanesskagi

Á föstudagsmorgni varð skjálfti af stærð 2,2 tæpa 3 km NNV af Grindavík og varð hans vart í bænum. Þrír smáskjálftar urðu á Reykjanesskaganum og á Reykjaneshrygg urðu tveir skjálftar þann 29. október og voru þeir 2 og 2,4 að stærð.

Norðurland

Tæplega 60 skjálftar urðu á og úti fyrir Norðurlandi. Mesta virknin var í Öxarfirði þar sem mældust tæplega 40 skjálftar og var sá stærtsti 2 stig. Stærsti skjálftinn á Norðurlandi var 2,3 stig og varð hann út af Eyjafirði.

Hálendið

Ríflega 20 skjálftar urðu í Vatnajökli, flestir þeirra undir Bárðarbungu og við Kistufell. Stærsti skjálftinn í jöklinum var rúmlega tvö stig og varð hann undir Bárðarbungu. Á svæðinu norðan Vatnajökuls urðu ríflega 30 skjálftar. Flestir voru við Hlaupfell norðan Upptyppinga þ.e. 20 skjálftar. Allir voru skjálftarnir litlir, um og innan við 1 stig.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli urðu 40 skjálftar, flestir í vestanverðum jöklinum. Nokkrir þeirra voru um og rétt yfir tveimur stigum. Innan öskjunnar voru 10 skjálftar. Sá stærsti varð aðfararnótt 2. nóvember og var hann 2,7 stig og var það stærsti skjálftinn í jöklinum þessa vikuna. Einn skjálfti varð við Tindfjallajökul og var hann rétt yfir einu stigi.

Sigþrúður Ármannsdóttir