Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20081103 - 20081109, vika 45

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Staðsettir voru 303 skjálftar í vikunni. Af þeim voru tveir líklega sprengingar. Skjálfti upp á 4 stig mældist rétt vestan við Grindavík og annar um 50 km SV af Jan Mayen. Nokkrir ísskjálftar mældust í Skeiðarárjökli.

Suðurland

Á Krosssprungunni voru staðsettir 104 skjálftar. Á sprungu gegnum Ingólfsfjall mældust 13 skjálftar. Allir skjálftarnir voru 2 stig eða minni.

Reykjanesskagi

Þann 4. nóvember klukkan 17:47 varð skjálfti um 4 stig 3,6 km vestan við Grindavík á um 2 km dýpi. Skjálftinn fannst vel í Grindavík. Sumstaðar duttu myndir af veggjum og sumstaðar datt dót og bækur úr hillum. Víða glamraði í leirtaui. Skjálftinn fannst einnig í Reykjanesbæ.

Norðurland

Við Grímsey voru staðsettir þrír skjálftar, tíu í Öxarfirði, sex í Skjálfanda og fjórir norður af Siglufirði.

Hálendið

Í Skeiðarárjökli voru staðsettir 4 ísskjálftar. Töluverð rigning var á svæðinu þann 4. og þann 6. nóvember. Samtíma óróatoppar á mælum við Fagurhólsmýri (fag), Grímsfjall (grf), Kaldárssel (kal) og Skrokköldu (skr) bornir saman við regnmælingar á Laufbala sýna ákveðna fylgni. Hér má sjá línurit af þessu auk þeirra fasa sem gætu hafa átt upptök sín í jöklinum.

Við Kistufell urðu sex skjálftar, fjórir í Bárðarbungu og þrír í Kverkfjöllum

Snörp hrina var við Herðubreið. Hún stóð yfir í 20 tíma. Hún hófst 00:29 og lauk 20:42 þann 6. nóvember. Skjálftarnir urðu 40. Allir minni en tvö stig.

Við Upptyppinga var stöðug virkni alla vikuna. Þar voru staðsettir 33 skjálftar.

Mýrdalsjökull

Í Goðabungu mældust átta skjálftar og fjórir í Kötlu.

Ólafur St. Arnarsson