Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20081124 - 20081130, vika 48

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 353 jarðskjálftar auk nokkurra sprenginga. Lítil hrina varð 16-18 km austan við Grímsey, þar sem stærsti skjálftinn var 3,0 stig. Ein tilkynning barst um fundinn skjálfta frá Selfossi.

Suðurland

Á Suðurlandi var virknin mest á Kross-sprungunni, þar var stærsti skjálftinn á svæðinu 2,4 stig. Var hann nærri Kaldaðarnesi og fannst á Selfossi. Aðrir skjálftar voru 1,7 stig eða minni.

Reykjanesskagi

Nokkrir skjálftar mældust á Krísuvíkursvæðinu, sá stærsti 1,9 stig var undir Kleifarvatni. Skammt frá Geirfugladrangi varð skjálfti, sem mældist 2,5 stig.

Norðurland

Rúmlega 50 skjálftar mældust um 16-18 km austan við Grímsey, þar sem stærsti skjálftinn var 3,0 stig að stærð og nokkrir til viðbótar litlu minni. Einnig mældust um 40 skjálftar undir Öxarfirði, voru þeir nokkuð minni eða 1,9 stig sá stærsti. Nokkrir skjálftar urðu á Þeistareykja- og Kröflusvæðinu. Sá stærsti var 2,0 stig nærri Þeistareykjum.

Hálendið

Á Vatnajökuls- og Öskjusvæðinu mældust einungis mjög smáir skjálftar.

Mýrdalsjökull

Meiri hluti skjálftanna, sem mældust í Mýrdalsjökli, voru í vestanverðum jöklinum. Þar voru þeir stærstu 2,4 og 2,2 stig. Nokkrir smáskjálftar mældust einnig á Torfajökulssvæðinu.

Þórunn Skaftadóttir