Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090209 - 20090215, vika 07

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 374 skjálftar og auk þess á annan tug sprenginga vegna framkvæmda. Að kvöldi miðvikudags hófst hrina vestan við Fagradalsfjall. Stærsti skjálftinn var 2,9 stig. Norður á Kolbeinseyjarhrygg um 270 km frá landi urðu tveir skjálftar 2,7 stig að stærð.

Suðurland

Á Suðurlandi var mest virkni í Flóanum og Ölfusinu, þá helst á Krosssprungunni sunnanverðri (sá stærsti 1,5 stig) og í Þrengslunum. Einnig var hreyfing við Hestfjall og í Holtunum.

Reykjanesskagi

Hrina smáskjálfta var vestan við Fagradalsfjall, um 7 km norðaustur af Grindavík. Stærsti skjálftinn var 2,9 stig, nokkrir voru litlu minni, en flestir mjög smáir. Þá mældust nokkrir skjálftar við Kleifarvatn. Á Reykjaneshrygg um 80 km frá landi urðu 6 skjálftar á stærðarbilinu 2,0 - 2,2 stig.

Norðurland

Stærsti skjálftinn við Norðurland, var skammt austan við Grímsey, 2,4 stig. Úti fyrir mynni Eyjafjarðar mældust nokkrir skjálftar, sá stærsti þar var 2,3 stig. Minni skjálftar dreifðust um Tjörnesbrotabeltið og einnig á Þeistareykja- og Kröflusvæði.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust smáskjálftar víða, sá stærsti var 1,8 stig við Kistufell. Á Herðubreiðarsvæðinu voru nokkrir dreifðir smáskjálftar. Þá varð skjálfti í norðanverðum Hofsjökli, 1,9 stig að stærð.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 8 skjálftar, sá stærsti 2,1 stig í vestanverðum jöklinum.

Þórunn Skaftadóttir