Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090413 - 20090419, vika 16

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 382 skjálftar á landinu og umhverfis það, auk allmargra sprenginga vegna framkvæmda víða um land. Mesta athygli vekur hrina smáskjálfta í Borgarfirði skammt vestur af Oki.

Suðurland

Nokkuð var af dreifðum smáskjálftum á Suðurlandi, á Krosssprungunni var hreyfingin mest sunnan til. Norðan við Heimaey mældist skjálfti á 12 kílómetra dýpi, hann var 0,7 stig.

Reykjanesskagi

Við Kleifarvatn var lítil hrina á mánudag, flestir voru skjálftarnir smáir, en sá stærsti var 2,6 stig. Að öðru leyti var fremur rólegt á skaganum, en úti á hrygg var svolítil virkni framan af vikunni, fyrst um 40 km frá landi, en svo utar. Stærstu skjálftarnir þar voru 2,2 stig.

Vesturland

Föstudaginn 17. apríl hófst hrina smáskjálfta í Borgarfirði skammt vestur af Oki, sem stóð út vikuna. Flestir eru skjálftarnir á 5-6 kílómetra dýpi, en nokkrir þó neðar. Stærðirnar fara upp í 1,7 stig.

Norðurland

Við Grímsey mældust nokkrir skjálftar, sá stærsti 1,9 stig, og um 5 kílómetra suðaustur af Flatey voru staðsettir 60 skjálftar nánast á sama stað. Sá stærsti þar var 1,5.

Hálendið

Í Vatnajökli mældust smáskjálftar á víð og dreif í vestanverðum jöklinum og í Kverkfjöllum, einnig nokkrir ísskjálftar í Skeiðarárjökli. Í Fláajökli voru staðsettir þrír skjálftar á 7-8 kílómetra dýpi, tveir þeirra voru 1,8 stig að stærð. Á Öskjusvæðinu mældist nokkuð af skjálftum, sá stærsti var vestan við Herðubreið, 1,8 stig.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 11 skjálftar, utan og innan öskjunnar. Tveir þeir stærstu voru 1,2 stig. Þá voru mældir nokkrir skjálftar við Torfajökul og einn lítill í Eyjafjallajökli.

Þórunn Skaftadóttir