| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20090601 - 20090607, vika 23

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Heldur dró úr skjálftavirkninni í vikunni frá því að skjálfti af stærðinni 4,7 á Reykjanesi reið yfir þann 29. maí síðastliðinn.
Heildarfjöldi skjálfta í vikunni var 585 og þar af voru 330 skjálftar á Reykjanesskaga.
Nánari lýsingu eftir svæðum má lesa hér að neðan.
Suðurland
Á Suðurlandi mældust 82 skjálftar. Í Ölfusinu voru 49 og sjö við Ingólfsfjall. Tveir skjálftar voru við Nesjavelli og einn skjálfti mældist við Sauðá um 3 km NNA af Hveragerði. Samfara skjálftanum við Sauðá kom fram óróapúls sem kom fram á skjálftastöðvum í allt að 100 km fjarlægð (stöðin Goðabunga (god)). Óróinn er að öllum líkindum af völdum aukinnar jarðhitavirkni á svæðinu, en ekki af völdum eldsumbrota.
Skjálftagögn frá Heiðarbæ (hei) og Króki (kro) sýna vel í tíðni hvar orkan er mest (blátt=lítil orka, rautt=mesta orkan). Lárétt rauð lína í u.þ.b. 2-4 Hz sést greinilega og lóðréttu línurnar sýna litla skjálfta á þessu tímabili.
Hér má sjá hvernig þetta leit út á óróaritum frá nálægum skjálftastöðvum. Stöðvaheitin má sjá lengst til vinstri á myndinni og hér er kort af öllum skjálftastöðvunum til að átta sig betur á staðsetningu stöðvanna.
Reykjanesskagi
Heldur dró úr virkninni eftir því sem á leið vikuna frá því að skjálfti upp á 4,7 mældist við Fagradalsfjall þann 29. maí, en heildarfjöldi skjálfta var 330. Út á Reykjaneshrygg mældust 17 skjálftar og var stærsti skjálftinn þar þann 3. júní og var hann 3,8 af stærð.
Norðurland
Á Norðurlandi og fyrir norðan land mældust 97 skjálftar.
Við Kröflu mældust fimm skjálftar og níu við Þeystareykjabungu.
Um níu km suðaustan við Flatey á Skjálfanda mældust níu skjálftar. Í Öxarfirði mældust 17 skjálftar.
Um 12 km norðan við Grímsey mældust 11 skjálftar og var stærsti skjálftinn þar 2,8 af stærð. Þann 7. júní mældust um 40 km norður af Grímsey 14 skjálftar, en 2 skjálftar höfðu mælst á þessu svæði þann 3. júní. Stærsti skjálftinn í þessari hrinu var af stærðinni 3,9.
Hálendið
Á svæðinu við Torfajökul, Hrafntinnuhraun og Landmannalaugar mældust 13 skjálftar í vikunni.
Norðaustan í Skeiðarárjökli mældist einn skjálfti og nyrst í Vatnajökli mældust 14 skjálftar.
Rétt norðan við Upptyppinga mældust 10 skjálftar, sex skjálftar við Herðurbreiðartögl, tveir rétt norður af Herðubreið og einn skjálfti rétt suðvestan við Herðubreið.
Í Svínahrauni, eða um 9 km VNV af Geysi mældist einn skjálfti.
Mýrdalsjökull
Aðeins tveir skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni.
Hjörleifur Sveinbjörnsson