Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090615 - 20090621, vika 25

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Stærstu skjálftar vikunnar mældust við Krísuvík á föstudagskvöldið og voru þeir af stærðinni Ml 4,2 og 4,1. Nokkur hundruð eftirskjálfta fylgdu í kjölfarið. Á 17. júní mældist skjálfti að stærð um 3,5 norður undir Jan Mayen. Hrina smáskjálfta varð á um 10 km dýpi undir Eyjafjallajökli.

Suðurland

Rólegt var á Suðurlandi og mældust smáskjálftar fyrst og fremst á sprungunum eftir Suðurlandsskjálftana frá 2000 og 2009. Enginn skjálftanna náði stærðinni 2. Ríflega 40 eftirskjálftar mældust á Krosssprungunni í vikunni.

Reykjanesskagi

Nokkur virkni var við Krísuvík alla vikuna, en klukkan 18:13 á föstudags kvöldið hófst hrina þar með skjálfta að stærð Ml 4,2. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið og klukkan 20:37 varð annars skjálfti að stærð 4,1. Næstu daga dró smám saman úr virkninni.

Norðurland

Á níunda tug jarðskjálfta mældust á Norðurlandi og í Tjörnesbrotabeltinu. Í Skjálfandaflóa mældust 33 skjálftar, flestir seinni hluta vikunnar og náði enginn þeirra stærðinni 2. Fyrri hluta vikunnar var virkni suðaustan við Grímsey. Undir helgina var virknin komin norðnorðaustur af eynni og mældist stærsti skjálftinn þar Ml 2. Einn skjálfti mældist í Fljótunum að stærð Ml 2,3, en þar mælast skjálftar öðru hvoru.

Hálendið

Undir norðanverðum Vatnajökli mældust 7 skjálftar, sá stærsti Ml 2,5. Undir Lokahrygg mældust þrír skjálftar, þrír í Dyngjujökli og einn við Kverkfjöll. Auk þess mældust tveir ísskjálftar í Brúarjökli. Nokkrir skjálftar mældust við Herðubreið, Öskju og norður af Upptyppingum.

Suðurjöklarnir

Hrina hófst á um 10 km dýpi undir Eyjafjallajökli rétt fyrir miðnætti aðfaranótt mánudagsins 15. júní. Mest var virknin mánudag og þriðjudag, en skjálftar mældust áfram út vikuna. Undir Kötluöskjunni mældust fjórir smáskjálftar, einn skjálfti rétt sunnan við öskjurimann og tveir við Goðabungu.

Steinunn S. Jakobsdóttir