Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090629 - 20090705, vika 27

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 250 skjálftar og 5 sprengingar (við Helguvík).Stærsti skjálfti vikunnar ML 2.9 að stærð og varðí lítilli hrinu föstudaginn fjórða júlí 33 km NNA af Siglufirði. Enn mældust skjálftar í Eyjafjallajökli, líkt og síðustu vikur og eins í nágrenni Kleifarvatns en verulega dró þó úr virkninni þar miðað við síðustu viku.

Suðurland

Flesti skjálftarnir mældust á syðri hluta Kross-sprungunnar og vestan hennar, í Hjallahverfi, en aðeins tveir á Ingólfsfjallsprungunni. Fjórir smáskjálftar mældust á Hengilssvæði, þar af einn sunnan í Húsmúla, nærri Hellisheiðarvirkjun. Nokkrir smáskjálftar mældust einnig víðar í Suðurlandsbrotabeltinu, allt austur að skjálftastöðinni í Haukadal.

Reykjanesskagi

Tveir litlir skjálftar mældust á og við Reykjanes og þrír úti á Reykjaneshrygg. Vestar á Reykjanesskaga mældust skjálftar við Fagradalsfjall, í Móhálsadal og við Kleifarvatn, líkt og verið hefur síðustu vikur, en þessa vikuna dró verulega úr virkninni þar. Stærsti skjálftinn á þessum slóðum varð h.u.b. undir Stefánshöfða (við Kleifarvatn), ML 1,9 annan júlí.

Norðurland

Reytingur af skjálftum mældist á Tjörnesbrotabeltinu. Föstudaginn fjórða júlí voru 8 skjálfti staðsettir um 33 km NNA af Siglufirði, þar á meðal stærsti skjálfti vikunnar sem var ML 2.9 að stærð.

Hálendið

Tveir skjálftar urðu um 8,5 km VSV af Landmannalaugum á þriðjudag, þeir voru ML 2,4 og ML 2,2 að stærð. Tveir skjálftar urðu í suðvestanverðum Hofsjökli á laugardegi, 4. júlí (ML 1,5 og ML2.0 að stærð).

Mýrdalsjökull

Fjórir skjálftar mældust undir Eyjafjallajökli, og 6 undir Mýrdalsjökli, þarf af 5 undir vesturjöklinum og suðaustan í öskjunni. Nokkrir skjálftar mældust einnig í nágrenni Öskju og Herðubreiðar/Upptyppinga. Einn skjálfti var staðsettur í Grímsvötnum en líklega urðu þar einnig fáeinir minni skjálftar sem ekki var hægt að staðsetja (sáust vel á grf-stöðinni). Allmargir skjálftar mældust einnig austan í og NNA Bárðarbungu.

Sigurlaug Hjaltadóttir

Gunnar B. Guðmundsson

Hjörleifur Sveinbjörnsson

Sigþrúður Ármannsdóttir