Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090831 - 20090906, vika 36

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 430 skjálftar á landinu og umhverfis það auk nokkurra sprenginga. Einn skjálfti mældist um 100 kílómetra austan við land, 2,3 stig og annar um 150 kílómetra suðvestur af Reykjanesi, 2,5 stig.

Suðurland

Á Suðurlandi mældist nokkuð af smáskjálftum, mest í Flóanum á Krosssprungunni.

Reykjanesskagi

Lítil hrina varð austan við Fagradalsfjall, um 70 skjálftar voru staðsettir, en stærsti skjálftinn var 1,3 stig. Undir sunnanverðu Kleifarvatni varð skjálfti 1,6 stig að stærð, og nokkrir minni dreifðir um svæðið. Um 90 km suðvestur af Reykjanesi varð skjálfti 1,9 stig að stærð og annar 2,5 stig um 150 km frá landi.

Norðurland

Þónokkur virkni var norðan við land á brotabeltunum, stærsti skjálftinn 2,4 stig var úti fyrir mynni Eyjafjarðar ásamt nokkrum minni. Um 20 km austsuðaustur af Grímsey varð hrina þar sem stærsti skjálftinn var 2,3 stig. Þar voru staðsettir rúmlega 70 skjálftar. Þá var einnig nokkur virkni í Öxarfirði.

Hálendið

Í Vatnajökli var mesta virknin norðaustan í Bárðarbungu, þar var stærsti skjálftinn 1,9 stig. Einnig mældust skjálftar í Kverkfjöllum, Öræfajökli og Heinabergsfjöllum. Þá mældist skjálfti 1,5 stig suðvestan við Tungnafellsjökul. Undir Herðubreið var stærsti skjálftinn 1,8 stig og vestan Herðubreiðartagla 1,5 stig. Skammt norðan Hveravalla mældust fjórir skjálftar, sá stærsti 2,2 stig og undir Bláfelli suðaustan Langjökuls mældust þrír skjálftar, sá stærsti 1,3 stig að stærð.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 14 skjálftar, sá stærsti 2,2 stig í vestanverðum jöklinum. Einn skjálfti var í Eyjafjallajökli og nokkrir á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 1,3 stig.

Þórunn Skaftadóttir