Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090914 - 20090920, vika 38

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 200 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni.

Suðurland

Á Suðurlandi mældust á sjöunda tug jarðskjálfta, allir smáir. Upptök flestra voru á Krosssprungu í Flóanum.

Reykjaneshryggur og -skagi

Nokkrir jarðskjálftar mældust á Rekjaneshrygg. Lítil og dreifð skjálftavirkni var á Reykjanesskaga.

Norðurland

Um 60 jarðskjálftar voru staðsettir norðan við land. Helsta virknin var úti fyrir mynni Eyjafjarðar, við Mánáreyjar og um 40 kílómetra vestur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn á svæðinu var staðsettur vestan við Grímsey, 2,8 stig.

Hálendið

Nokkrir smáskjálftar mældust við Ásbyrgi og Kröflu.
Um 20 jarðskjálftar mældust á hálendinu norðan Vatnajökuls, sjö við Öskju og sex norðan Upptyppinga. Upptök annarra jarðskjálfta á svæðinu voru dreifð.
Rúmlega 20 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli. Stærsti jarðskjálftinn, um þrjú stig, átti upptök undir Kverkfjöllum á um átta kílómetra dýpi. Nokkrir fleiri urðu undir Kverkfjöllum, nokkrir norðaustan í Bárðarbungu, við Kistufell og við Hamarinn.

Mýrdalsjökull

Á annan tug jarðskjálfta voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, undir vestanverðum jöklinum og Kötluöskju. Stærstu skjálftarnir voru um tvö stig að stærð. Einn jarðskjálfti var staðsettur undir Eyjafjallajökli og einn á Torfajökulssvæðinu.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir