Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20090928 - 20091004, vika 40

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 364 jarðskjálftar og 9 líklegar sprengingar.

Þann 1. og 2. október voru 2 jarðskjálftamælistöðvar settar inn í SIL kerfið. Þær eru í svonefndu Þeistareykjaneti í nyrðra gosbeltinu. Þær heita Grjótháls (gha) við samnefnda dyngju sem kemur í stað samnefndar fyrri stöðvar (ghs) og Melahnausar (mel) í Búrfellshrauni.

Tveir stórir fjarlægir jarðskjálftar voru dagana 29. og 30. september. Sá fyrri að stærð 8 með upptök við Samóa eyjar í Kyrrahafi en sá síðari 7,6 að stærð við Súmötru í Indónesíu. Jarðskjálftarnir koma vel fram á þenslumælum í borholum á Suðurlandi eins og sjá má á mælistöðinni við Búrfell.

Suðurland

Hefðbundin eftirskjálftavirkni á Kross-sprungunni. Fáeinir smáskjálftar dreifðir um Suðurlandsbrotabeltið.

Á Hengilssvæðinu voru smáskjálftar við Selfjall, við Nesjavelli og suður af Húsmúla í Hengli. Smáskjálftarnir við Húsmúla eru líklega vegna niðurdælingu í borholu þar á svæðinu.

Reykjanesskagi

Smáskjálftar við Reykjanestána, Fagradalsfjall og Kleifarvatn.

Norðurland

Jarðskjálftavirkni fyrir mynni Eyjafjarðar, norður af Grímsey, Grímseyjarsundi, í Öxarfirði og tveir smáskjálftar við Húsavík.

Hálendið

Undir Vatnajökli var mesta virknin við Bárðarbungu. Þar mældust 15 jarðskjálftar. Þeir stærstu tæplega 2 að stærð. Einn skjálfti að stærð 1,9 var við Hamarinn.

Jarðskjálftahrina með um 90 jarðskjálfta var norðaustur af Herðubreið. Mest var virknin þar 3. og 4. október. Stærsti jarðskjálftinn í hrinunni var 3,1 stg. Upptök jarðskjálftanna voru á um 2 km dýpi.
Einnig voru jarðskjálftar við Herðubreiðartögl, Öskju og norður af Upptyppingum.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust um 20 jarðskjálftar, nær allir undir vesturhluta jökulsins. Þeir stærstu vorum um 1,9 að stærð.
Undir Eyjafjallajökli mældust 3 jarðskjálftar.
Tveir jarðskjálftar voru á Torfajökulssvæðinu.

Mánudagur 28. sept.
Fáeinir jarðskjálftar í Öxarfirði. Sá stærsti kl. 15:10, 2,5 að stærð. Smáskjálftar úti fyrir Eyjafirði, við Herðubreiðartögl. Sunnanlands eru smáskjálftar á Hengilssvæðinu og við Hestfjall. Skjálftar við Hellisheiðarvirkjun Annars fremur lítil skjálftavirkni.
Þriðjudagur 29. sept.
Jarðskjálftar við Bárðarbungu, Herðubreið og norðanvið Upptyppinga. Einnig við Nesjavelli, Kleifarvatn, Flóa og Holtum.
Miðvikudagur 30. sept.
Jarðskjálftar norðan við Grímsey og Öxarfirði. Annars tíðindalítið.

Gunnar B. Guðmundsson