Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20091026 - 20091101, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Lokið hefur verið við að staðsetja 449 skjálfta þegar þetta er skrifað (11. nóvember, kl. 14:00). Í vikunni ber helst að nefna skjálftahrinu á Reykjaneshrygg sem hófst að kvöldi 31. október, en í sjálvirkri úrvinnslu mældust þar tæplega 500 skjálftar á einum sólarhring.

Nokkur virkni var einnig við Grímsey, Herðubreið, við Hellisheiðarvirkjun og í Flóanum, en nánari lýsingu á virkninni eftir dögum má lesa hér að neðan.

Mánudagur, 26. október
Alls voru staðsettir 38 skjálftar. Virkin er nokkuð dreifð, en mest var hún við Herðubreið, en þar mældust 11 skjálftar, 3 milli Herðubreiðar og og Herðubreiðartagla og 4 skjálftar við Hlaupfell.
Þriðjudagur, 27. október
Staðsettir voru 35 skjálftar. Mest var virknin við Herðubreið, en þar mældust 11 skjálftar og einn skjálfti milli Herðubreiðar og Herðubreiðalinda.
Miðvikudagur, 28. október
Hrina smáskjálfta átti sér stað vestast í Flóanum og mældust þar 34 skjálftar til miðnættis, en þá dró snögglega úr virkninni og mældust aðeins 2 skjálftar þar það sem eftir lifði nætur. Við Raufarhólshelli mældust 8 skjálftar og norðan við Grímsey mældust einnig 8 skjálftar. Á landinu öllu mældust alls 68 skjálftar.
Fimmtudagur, 29. október
Alls voru staðsettir 41 skjálfti. Mest var virknin um 10 km norðan við Grímsey, en þar mældust 16 skjálftar.
Föstudagur, 30. október
Það mældust 52 skjálftar þennan daginn. Norðan við Grímsey mældust 25 skjálftar og við Hellisheiðarvirkjun mældust 13 skjálftar.
Laugardagur, 31. október
Alls mældust 75 skjálftar, en við Hellisheiðarvirkjun voru 32 skjálftar. Út á Reykjaneshrygg mældust 15 skjálftar, en þar hófst skjálftahrinan rúmlega 7 að kvöldi og bætti svo í eftir miðnætti.
Sunnudagur, 1. nóvember
Í sjálfvirkri úrvinnslu voru staðsettir 466 skjálftar, en enn er verið að leiðrétta sjálfvirku úrvinnsluna og er búið að staðsetja rúmlega 200 skjálfta. Mest var virknin út á Reykjaneshrygg í námunda við Geirfuglasker og Geirfugladrang, en af þeim tæplega 200 sem staðsettir hafa verið, þá voru 150 skjálftar á því svæði.
Í hrinum sem þessum þá fá margir smáskjálftar ekki rétta staðsetningu í sjálfvirkri úrvinnslu og þarf því að handleiðrétta hvern einasta skjálfta og stendur sú vinna yfir enn.
Einnig hafa verið staðsettir 8 skjálftar rétt við Flatey á Skjálfanda og 12 skjálfar um 10 km norðan við Grímsey.

Suðurland

Reykjanesskagi

Norðurland

Hálendið

Mýrdalsjökull

Hjörleifur Sveinbjörnsson