Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20091116 - 20091122, vika 47

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust alls 208 atburðir, sem þykir frekar rólegt. Stærsti skjálfti vikunnar á landi var 2,7 að stærð undir Kistufelli við Vatnajökul, en nokkrir stærri skjálftar mældust langt norður í hafi, sjá kort úr jarðskjálftum fyrir google maps .

Suðurland

Dálítil smáskjálftavirkni á sunnanverðri Kross-sprungunni, sjö skjálftar á Hestvatnssprungunni. Nokkrir smáskjálftar á víð og dreif.

Reykjanesskagi

Nokkrir smáskjálftar frá Kleifarvatni og vestur eftir Reykjanesskaga. Tveir skjálftar urðu við Svartsengi og einn dálítið norður af Svartsengi.

Norðurland

Rólegt var á Norðurlandi, en þar voru staðsettir 33 jarðskjálftar, flestir um 12 km norð- norðaustur af Grímsey, en annars var virknin furðu jafnt dreifð.
Nokkrir skjálftar mældust við Kröflu og Þeistareyki.

Hálendið

Nokkur skjálftavirkni var undir norðvestanverðum Vatnajökli síðari hluta vikunnar, en þar voru staðsettir 30 skjálftar og vart við allnokkra til viðbótar sem voru of smáir til að hægt væri að staðsetja þá. Stærsti skjálftinn (2,7 að stærð) varð að morgni 22. nóvember kl. 05:59 undir Kistufelli norðan Bárðabungu, en þar mældust allnokkrir skjálftar í vikunni.
Tólf skjálftar mældust undir Kverkfjöllum, tveir við Grímsvötn, fjórir við Hamarinn og fjórir í Skeiðarárjökli. Allir voru þessir skjálftar undir 2 að stærð.
Við Öskju og Herðubreið mældust um 20 skjálftar, allir smáir.
Tveir skjálftar mældust við Torfajökulsöskjuna.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli voru staðsettir 16 atburðir, flestir vestan í Goðabungu, en þrír innan öskjunnar. Einn skjálfti náði tveimur að stærð, aðrir voru minni.
Tveir skjálftar mældust undir Eyjafjallajökli og einn við Surtsey.

Halldór Geirsson


Gangur vikunnar frá degi til dags:
Þriðjudagur 17/11 kl. 15:30: Meinhægt. Nokkrir smáskjálftar við Svartsengi á Reykjanesskaga sl. nótt, og úti fyrir Reykjanesi.
Miðvikudagur 18/11 kl. 15:00: Tíðindalaust.
Fimmtudagur 19/11 kl. 14:20: Tíðindalítið. Nokkrir smáskjálftar um 12 km NNA af Grímsey.
Föstudagur 20/11 kl. 15:40: Meinhægt.
Laugardagur 21/11 kl. 14:10: Tíðindalítið, smáskjálftar á víð og dreif.
Sunnudagur 22/11 kl. 15:15: Nokkuð hefur verið um skjálfta undir norðvestanverðum Vatnajökli. Klukkan 05:59 í nótt mældist skjálfti af stærðinni 2,7 við Kistufell. Annars tíðindalítið.