Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20091123 - 20091129, vika 48

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru rúmlega 200 jarðskjálftar staðsettir.

Suðurland

Nokkrir eftirskjálftar mælast enn á Krosssprungu. Á Suðurlandsundirlendinu var lítil skjálftavirkni.

Reykjaneshryggur og -skagi

Nokkrir skjálftar mældust á Reykjaneshrygg, þeir stærstu rúmlega tvö stig. Rólegt var á Reykjanesskaga, en nokkrir smáskjálftar voru staðsettir í kringum Kleifarvatn.

Norðurland

Stærsti skjálfti vikunnar á og við Ísland, 3,2 stig, varð í skjálftahrinu um 13 - 14 kílómetrum austsuðaustan við Grímsey þriðjudaginn 24. nóvember. Um þrjátíu skjálftar voru staðsettir.
Norður á Kolbeinseyjarhrygg varð skjálftahrina 27. nóvember. Á annan tug skjálfta var staðsettur.

Hálendið

Einn smáskjálfti mældist undir Langjökli. Sex skjálftar voru staðsettir norðan við Tungnafellsjökul, sá stærsti um 2,5 stig. Mesta skjálftavirknin undir Vatnajökli var norðaustan við Bárðarbungu. Norður af Vatnajökli mældust á fjórða tug skjálfta.

Mýrdalsjökull

Einn smáskjálfti var staðsettur undir Eyjafjallajökli. Níu skjálftar voru staðsettir undir vestanverðum Mýrdalsjökli og aðeins einn undir Kötluöskju. Sá stærsti var tæplega tvö stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir