Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100201 - 20100207, vika 05

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 376 jarðskjálftar á landinu og umhverfis það. Stærsti skjálftinn inni á landi var í Vatnafjöllum, 2,4 stig og annar jafnstór neðan sjávar vestur af Grímsey. Þá mældust tveir skjálftar um 250 kílómetra norðan við Grímsey, sem voru 2,5 stig að stærð. Um 30 kílómetra austur af Langanesi mældust tveir skjálftar 2,0 stig, og einn skjálfti líka 2,0 stig, 75 kílómetra austur af landinu á um það bil 65,5 gráðum norðlægrar breiddar.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu var lítil hreyfing. Smáskjálftar í Flóanum og víðar, nokkrir á Krosssprungunni.

Reykjanesskagi

Rólegt var á Reykjanesskaga, en nokkrir skjálftar mældust skammt út af Reykjanesi, sá stærsti 1,9. Utar á Reykjaneshryggnum voru nokkrir stakir skjálftar, sá stærsti 2,1 stig.

Norðurland

Hrinan við Grímsey, sem staðið hefur síðustu vikur, var enn að fjara út, en stærsti skjálftinn þar var 2,1 stig. Nokkuð var um smáskjálfta annars staðar á brotabeltinu, en stærsti skjálftinn, 2,4 stig var um 40 kílómetra vestur af Grímsey.

Hálendið

Undir Vatnajökli var mesta virknin við Bárðarbungu, þar var stærsti skjálftinn 2,1 stig. Austan við Hamarinn mældust nokkrir skjálftar, sá stærsti 2,0 stig. Á svæðinu við Herðubreið og Öskju var þónokkuð af smáskjálftum. Stærsti skjálftinn þar var 1,4 stig undir suðvestanverðri Herðubreið. Við norðanverðan Langjökul um það bil 6 kílómetra vestan við Hveravelli mældust nokkrir skjálftar, sá stærsti 1,9 stig. Tveir skjálftar voru staðsettir í Vatnafjöllum, sá stærri 2,4 stig, og einn í Hofsjökli, 1,2 stig.

Mýrdals- og Eyjafjallajökull

Í Mýrdalsjökli voru allir skjálftarnir í vesturjöklinum, utan einn sem var í öskjunni, tveir þeirra voru stærstir 2,1 stig. Hrinan í Eyjafjallajökli hélt áfram, virknin stóð alla vikuna, en dró heldur úr er leið á vikuna. Stærstu skjálftar þar voru 1,6 stig.

Þórunn Skaftadóttir