Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100215 - 20100221, vika 07

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Yfir 1.000 jarðskjálftar voru staðsettir sjálfvirkt í vikunni, búið er að yfirfara um 600 staðsetningar núna í lok febrúar. Um 39% þeirra voru jarðskjálftahrinur á Reykjaneshryggnum. Skjálftarnir sem mældust voru af stærðinni Ml -0,6 til 4,0. Alls mældust 20 jarðskjálftar af stærð um eða yfir 3. Sá stærsti varð kl. 14:59:51 þann 20. febrúar með upptök ~9 km ANA af Bárðarbungu í norðanverðum Vatnajökli.

Suðurland

Í vikunni mældust níu jarðskjálftar í Ölfusi og var sá stærsti Ml 0,9. Á Hengilssvæðinu urðu átta jarðskjálftar á stærðarbilinu Ml -0,4 til 0,9.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga urðu 13 jarðskjálftar. Sá stærsti mældist Ml 1,0. Fjórir smáskjálftar urðu suðaustur af Bláfjöllum þann 15. febrúar á sama stað og virkni var í vikunni þaráður. Síðdegis miðvikudaginn 17. febrúar hófst jarðskjálftahrina suðvestan við Geirfugladrang u.þ.b. 40 km suðvestur af Reykjanestá. Yfir 220 jarðskjálftar mældust í þeirri hrinu, og sá stærsti var af stærðinni Ml 3,9, kl. 05:37:01 þann 18. febrúar.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 80 jarðskjálftar. Rúmlega 37 jarðskjálftar mældust NNA af Grímsey, þeir stærstu um Ml 2,4.

Hálendið

Þá hófst einnig hrina í norðaustanverðri Bárðarbungu á laugardeginum, í kjölfar stærsta jarðskjálfta vikunnar. Hrinan innihélt yfir 130 jarðskjálfta og varaði í þrjá daga. Skjálftarnir voru af stærðinni Ml 0,5 til 4,0.

Við Öskju og Herðubreið mældust 31 jarðskjálftar og voru þeir allir undir Ml 1.8 að stærð.

Mýrdalsjökull

Í 07. viku mældust fimm jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli á stærðarbilinu Ml -0,6 til 1,1.

Undir Eyjafjallajökli mældust 59 jarðskjálftar. Sá stærsti þann 20. febrúar kl. 13:21:16 af stærð Ml 1,9. Upptök flestra jarðskjálftanna voru ANA af toppgígnum og suður af Steinsholtsjökli. Flestir jarðskjálftirnir voru á um 8–11 km dýpi.

Matthew J. Roberts
Aðstoð veitti Þórunn Skaftadóttir og Bergþóra Þorbjarnardóttir